Erlent

Uppþot á Jólaeyju

Uppþot virðist vera í gangi í fangabúðum hælisleitenda sem áströlsk stjórnvöld hafa komið upp á Jólaeyju. Þeir sem þar eru í haldi hafa kveikt elda á svæðinu og verðir sem gæta hælisleitendanna hafa flúið búðirnar af öryggisástæðum, að því er segir í yfirlýsingu frá yfirmanni innflytjendamála í Ástralíu.

Skemmdir hafa verið unnar á byggingum og búnaði í búðunum en yfirvöld segja þó að allsherjar uppreisn hafi ekki brotist út, þótt ástandið sé viðkvæmt. Óróin byrjaði þegar íranskir flóttamenn hófu að mótmæla dauða landa síns sem hafði strokið úr búðunum. Sá fannst skömmu síðar látinn og virðist hann hafa hrapað fyrir björg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×