Erlent

Útilokar ekki útgöngu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Cameron var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars stöðu Bretlands innan ESB.
Cameron var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars stöðu Bretlands innan ESB. vísir/stefán
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að ef Evrópusambandið sýni Bretum ekki frekari samstarfsvilja muni hann leggja til að Bretar dragi sig úr sambandinu. Hann ætlar að vara leiðtoga sambandsins við hugsanlegri útgöngu í ræðu sem hann hyggst flytja á þriðjudag.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands innan ESB er fyrirhuguð fyrir árslok 2017. Cameron hefur sjálfur sagt að hann vilji áfram inni í sambandinu, en útiloki ekki þó ekki útgöngu, mæti sambandið ekki ákveðnum kröfum Breta.

Breska blaðið Guardian greinir frá því að Cameron hyggist flytja afdráttarlausa ræðu á þriðjudag um samningaviðræður Breta við sambandið. Þá ætli hann jafnframt að afhenda Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, lista yfir ýmsar kröfur Breta til sambandsins. Listinn markar upphaf samningaviðræðna Breta við Evrópusambandið, áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram eftir tvö ár.

Þá segir Guardian jafnframt frá því að Cameron telji óbreytt ástand óásættanlegt og að ef Bretar tali fyrir daufum eyrum hjá sambandinu verði Bretar að íhuga alvarlega að endurskoða stöðu sína innan ESB.

Cameron hefur lýst því yfir að hann muni semja um betra samkomulag við sambandið fyrir Breta áður en þjóðin greiðir atkvæði, í síðasta lagi undir lok ársins 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×