Handbolti

Danir unnu Norðmenn | Leikurinn gegn Íslandi verður úrslitaleikur mótsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur þjálfaði á árum áður íslenska landsliðið.
Guðmundur þjálfaði á árum áður íslenska landsliðið. Vísir/getty
Leikur íslenska landsliðið gegn Guðmundi Þórði Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu verður úrslitaleikur Gullmótsins en þetta varð ljóst eftir fimm marka sigur danska liðsins á Noregi í dag.

Danir og Íslendingar eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Frakkar og Norðmenn eru án stiga eftir tvo leiki.

Danir leiddu allt frá upphafsmínútum leikins og kom ekki að sök að danska liðið væri án Mikkel Hansen í leiknum en Hansen fór meiddur af velli í leik Dana og Frakka í gær.

Danir leiddu í hálfleik 17-14 en Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark um miðbik seinni hálfleiks en lengra komust þeir ekki og bættu Danir við forskot sitt á seinustu fimmtán mínútum leiksins og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Casper Morthensen og Michael Damgaard voru atkvæðamestir í danska liðinu með átta mörk en í norska liðinu var það Kristian Bjørnsen sem var markahæstur með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×