Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu ofbeldi gegn konum á Spáni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Götur Madrídar fylltust af mótmælendum
Götur Madrídar fylltust af mótmælendum Vísir/Getty
Tugir þúsunda mótmælenda komu saman í Madríd, höfuðborg Spánar, til að mótmæla ofbeldi gegn konum.

Talið er að allt að 20.000 manns hafi mætt til þess að krefjast þess að tekið yrði fastar á kyndbundnu ofbeldi á Spáni. Mótmælendur klæddust margir hverjir svörtum klæðum og lögðust á jörðina til þess að minnast hundruð kvenna sem hafa verið myrtar af völdum þess sem mótmælendur nefndu 'Macho-terrorism'.

Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Spáni, verkalýðsfélaga og annarra félagasamtaka tóku þátt. Var ætlun mótmælenda að koma ofbeldi gegn konum á dagskránna fyrir komandi þingkosningar á Spáni sem haldnar verða 20. desember næstkomandi.

Mótmælendur lögðust á jörðina til að minnast kvenna sem hafa fallið vegna ofbeldis af hálfu karla.Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×