Erlent

Sögulegur fundur leiðtoga Kína og Taívans

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ma Ying-jeuo (t.v) og Xi Jinping á fundinum í dag.
Ma Ying-jeuo (t.v) og Xi Jinping á fundinum í dag. Vísir/EPA
Leiðtogafundur Xi Jinping, forseta Kína, og Ma Ying-jeuo, forseta Taívans, hófst í Singapúr í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem forsetar landanna hittast en markmiðið er að reyna að bæta samskipti landanna.

Tævan klauf sig frá Kína eftir að kommúnistar tóku völdin á meginlandinu árið 1949 í kjölfar borgarstyrjaldarinnar. Samskipti landanna hafa farið batnandi á undanförnum árum en er ekki búist því að neins konar samkomulag verði undirritað á fundi forsetanna nú.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×