Erlent

Smákafbátur útbúinn sprengiefnum fannst við gasleiðslu Rússa í Eystrasalti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sænski herinn er með viðbúnað í Eystrasalti.
Sænski herinn er með viðbúnað í Eystrasalti. Vísir/EPA
Smákafbátur útbúinn sprengiefni fannst í morgun í Eystrasalti undan ströndum Svíþjóðar, nærri eyjunni Öland. Kafbáturinn er nærri rússensku gasleiðslunni Nord Stream. Sænski herinn telur ólíklegt að hætta stafi af kafbátinum og útilokar að hann sé tengdur hryðjuverkum.

Talsmaður sænska hersins sagði að kafbáturinn væri að öllum líkindum fjarstýrður og af því tagi sem finnur og eyðir tundurduflum en enn finnst fjöldi tundurdufla í Eystrasalti frá bæði fyrri og seinni heimsstyrjöld.

Ekki er talið að kafbáturinn sé sænskur og er hann í raun utan landhelgi Svía. Ekki er talið að nein hætta stafi af kafbátinum en sænski herinn fylgist með honum úr öruggri fjarlægð og er reiðubúinn til þess að grípa inn í, reynist þörf á því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×