Innlent

Fangelsismál í algjöru öngstræti

Una Sighvatsdóttir skrifar
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga.

„Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís.

Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“

Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Anton
Starfsöryggi fangavarða í hættu

Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. 

Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu.

„Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“


Tengdar fréttir

Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur

Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann




Fleiri fréttir

Sjá meira


×