Fangelsismál í algjöru öngstræti Una Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 19:30 Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga. „Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/AntonStarfsöryggi fangavarða í hættu Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu. „Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“ Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 „Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga. „Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/AntonStarfsöryggi fangavarða í hættu Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu. „Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“
Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 „Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00