Þetta er lúxuslíf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2015 06:30 Aron Pálmarsson og Laszlo Nagy. Vísir/EPA „Ég kann ekkert í ungversku og það er engin pressa á mér að læra hana. Það er töluð enska á æfingum og svo tala margir í liðinu þýsku. Það dugar alveg og ég reikna nú ekki með því að læra ungverskuna,“ segir Aron Pálmarsson en hann ákvað að breyta um umhverfi síðasta sumar. Þá yfirgaf hann þýska stórliðið Kiel, eftir sex ára dvöl þar, og fór til ungversku meistaranna í Veszprém. Það er einnig stórlið sem fór alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.Býr í ferðamannaparadís „Ég kann mjög vel við mig í Ungverjalandi. Lífið utan handboltans er yndislegt. Ég bý við Balaton-vatnið sem er aðeins fimmtán mínútur frá Veszprém. Það er frábær staður,“ segir handboltastjarnan brosandi en hann býr þar í glæsilegu húsi. Balaton-vatnið er mikil paradís og vinsæll sumarleyfisstaður þannig að það væsir ekki um okkar mann þar. „Ég er búinn að koma mér virkilega vel fyrir þar en þetta er aðeins að breytast í draugabæ núna þar sem sumarið er búið. Svo tekur mig aðeins klukkutíma að keyra til Búdapest og ég er mikið þar.“ Leikmenn Veszprém eru frá níu þjóðlöndum og þjálfari liðsins, Xavi Sabate, er Spánverji og sá ágæti maður verður seint sakaður um of mikla enskukunnáttu. Leikhléin hjá liðinu fara fram á ensku og eru oft á tíðum algjörlega kostuleg.Aron Pálmarsson í leik með Veszprém,Vísir/EPATala ensku eins og sex ára „Það er einn Svíi með mér í liðinu og við Skandínavar erum yfir höfuð nokkuð góðir í ensku. Þar sem fáir eru þannig hefur maður þurft að kúpla sína enskukunnáttu niður og nánast tala eins og sex ára svo maður sé skiljanlegur. Þetta er pínu erfitt og stundum hefur maður nánast drepist úr hlátri á fundum. Þetta venst þó merkilega vel. Ég skil þjálfarann stundum og stundum ekki. Aðalhlutirnir komast þó til skila.“ Eins og áður segir er Veszprém stórlið og þar er gerð krafa um árangur. Það fékk fráfarandi þjálfari liðsins, Antonio Carlos Ortega, að reyna er hann var rekinn eftir að liðið gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni. Það var í lok september. Aðstoðarmaður hans, Sabate, tók við og leit að nýjum þjálfara stendur enn yfir. „Þetta var mjög sérstakt því hann hafði komið liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar nokkrum mánuðum áður. Það voru einhverjir leikmenn sem voru ekki of sáttir við þetta. Ég persónulega var nú ekkert að gráta þetta þar sem hann notaði mig lítið í byrjun tímabilsins,“ segir Aron og glottir en bætir við að Ortega hafi verið fínn náungi engu að síður. „Þeir verða að fara að gera eitthvað í þessu. Sabate er ekkert kominn til að vera. Hann vill ekkert vera aðalþjálfari. Var með Ortega og maður sér að honum líður ekkert allt of vel. Það er sérstakt umhverfi að vinna undir þessum köllum og hann er kannski ekki alveg tilbúinn í það.“Þarf ekki að hugsa um neitt Aron viðurkennir að hraðinn á öllu og allt umhverfið í kringum handboltann hjá Veszprém sé ansi ólíkt því sem hann átti að venjast hjá Kiel. „Það er allt miklu hægara og rólegra hér. Í Þýskalandi var alltaf allt á fullri ferð. Þetta á ágætlega við mig en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa byrjað í Þýskalandi en ekki Ungverjalandi. Ég væri algjör haugur ef ég hefði byrjað í Ungverjalandi,“ segir Aron og hlær dátt. Hann er þakklátur fyrir það uppeldi sem hann fékk hjá Kiel áður en hann fór í ljúfa lífið í Ungverjalandi. Hjá Veszprém er hugsað um allar þarfir leikmannsins. „Í Þýskalandi fékk maður launin sín og svo fór maður að greiða reikningana sína. Borga húsnæðis- og bílalán sem og annað. Ég hef ekki fengið einn póst eftir að ég flutti til Ungverjalands. Jú, reyndar hef ég fengið tvö bréf. Þau voru frá þýska tryggingafyrirtækinu mínu,“ segir skyttan og hlær. Hann kann því greinilega vel að hugsað sé um hann. „Þeir borga alla reikningana og svona. Þeirra heimspeki er sú að leikmaðurinn eigi ekki að þurfa að standa í neinu óþarfa veseni. Ég er til að mynda búinn að fá nokkrar heimsóknir frá vinum og fjölskyldu en hef aldrei þurft að fara út á flugvöll. Þeir sjá bara um þetta. Þeir vilja að ég slaki sem best á og geti bara hugsað um handboltann. Þetta á betur við mig og ég fíla þetta hrikalega vel en sem betur fer byrjaði ég ekki í þessu.“Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyMikið með Svíanum Andreas Nilsson Miðað við dekrið á landsliðsmanninum þá hefur hann nægan frítíma. Hann er ekki með fjölskyldu heldur og því er eðlilegt að spyrja hvað hann geri við allan þennan frítíma? „Ég fer oft eftir morgunæfingar til Búdapest og er þar kannski yfir nótt. Keyri svo eldsnemma morguninn eftir á æfingu. Ég og Svíinn Andreas Nilsson erum mikið saman. Erum báðir einir og á sama aldri. Við náum helvíti vel saman og erum duglegir að gera eitthvað saman. Hvorugur okkar hefur afsökun fyrir því að komast ekki eitthvað,“ segir Aron og hann hefur líka verið duglegur að njóta ljúfa lífsins við Balaton-vatnið. „Maður hefur verið duglegur að fara í heilsulindirnar þarna á hótelunum og hugsa um líkamann. Svo á forseti félagsins nokkrar skútur við vatnið og við megum alltaf fara á þær ef þær eru á lausu. Ég er búinn að fara nokkrum sinnum út á vatnið með honum. Ég get ekki neitað því að þetta er lúxuslíf. Ég get alls ekki kvartað.“ Fyrir utan allt þetta er miklu minna leikjaálag í Ungverjalandi og mun færri erfiðir leikir enda er Veszprém með mikið yfirburðalið. Saknar Aron samt ekki Þýskalands að einhverju leyti? „Nei, í rauninni ekki. Ég sakna Þýskalands eiginlega ekki neitt. Ég var að spila þrjá leiki um daginn á viku gegn frekar slökum liðum og þá saknaði ég svolítið handboltans og samkeppninnar í Þýskalandi. Svo kíkti ég á mánaðarplanið hjá Kiel og þá fékk ég bara í hnén,“ segir Aron Pálmarsson og brosir allan hringinn er hann uppgötvar líka að hann fær loksins jólafrí sem er ekki í Þýskalandi. Handbolti Tengdar fréttir Skrítið að Alfreð væri ekki að öskra á mig "Ég ber sterkar tilfinningar til Kiel og hef fylgst vel með þeim eftir að ég fór. Ég pirra mig á því ef þeim gengur ekki vel. Það kom mér aðeins á óvart. Ég hélt þetta yrði bara eins og að rífa plástur af og halda áfram,“ segir Aron Pálmarsson spurður um hvort hann sé búinn að slíta naflastrenginn við þýska félagið Kiel sem hann spilaði með í sex ár. 5. nóvember 2015 08:45 Aron: Væri til í að fá Patta til Veszprém Aron Pálmarsson upplifði það í fyrsta skipti áferlinum hjá Vesprém að vera í liði sem rekur þjálfarann sinn. 5. nóvember 2015 07:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Ég kann ekkert í ungversku og það er engin pressa á mér að læra hana. Það er töluð enska á æfingum og svo tala margir í liðinu þýsku. Það dugar alveg og ég reikna nú ekki með því að læra ungverskuna,“ segir Aron Pálmarsson en hann ákvað að breyta um umhverfi síðasta sumar. Þá yfirgaf hann þýska stórliðið Kiel, eftir sex ára dvöl þar, og fór til ungversku meistaranna í Veszprém. Það er einnig stórlið sem fór alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.Býr í ferðamannaparadís „Ég kann mjög vel við mig í Ungverjalandi. Lífið utan handboltans er yndislegt. Ég bý við Balaton-vatnið sem er aðeins fimmtán mínútur frá Veszprém. Það er frábær staður,“ segir handboltastjarnan brosandi en hann býr þar í glæsilegu húsi. Balaton-vatnið er mikil paradís og vinsæll sumarleyfisstaður þannig að það væsir ekki um okkar mann þar. „Ég er búinn að koma mér virkilega vel fyrir þar en þetta er aðeins að breytast í draugabæ núna þar sem sumarið er búið. Svo tekur mig aðeins klukkutíma að keyra til Búdapest og ég er mikið þar.“ Leikmenn Veszprém eru frá níu þjóðlöndum og þjálfari liðsins, Xavi Sabate, er Spánverji og sá ágæti maður verður seint sakaður um of mikla enskukunnáttu. Leikhléin hjá liðinu fara fram á ensku og eru oft á tíðum algjörlega kostuleg.Aron Pálmarsson í leik með Veszprém,Vísir/EPATala ensku eins og sex ára „Það er einn Svíi með mér í liðinu og við Skandínavar erum yfir höfuð nokkuð góðir í ensku. Þar sem fáir eru þannig hefur maður þurft að kúpla sína enskukunnáttu niður og nánast tala eins og sex ára svo maður sé skiljanlegur. Þetta er pínu erfitt og stundum hefur maður nánast drepist úr hlátri á fundum. Þetta venst þó merkilega vel. Ég skil þjálfarann stundum og stundum ekki. Aðalhlutirnir komast þó til skila.“ Eins og áður segir er Veszprém stórlið og þar er gerð krafa um árangur. Það fékk fráfarandi þjálfari liðsins, Antonio Carlos Ortega, að reyna er hann var rekinn eftir að liðið gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni. Það var í lok september. Aðstoðarmaður hans, Sabate, tók við og leit að nýjum þjálfara stendur enn yfir. „Þetta var mjög sérstakt því hann hafði komið liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar nokkrum mánuðum áður. Það voru einhverjir leikmenn sem voru ekki of sáttir við þetta. Ég persónulega var nú ekkert að gráta þetta þar sem hann notaði mig lítið í byrjun tímabilsins,“ segir Aron og glottir en bætir við að Ortega hafi verið fínn náungi engu að síður. „Þeir verða að fara að gera eitthvað í þessu. Sabate er ekkert kominn til að vera. Hann vill ekkert vera aðalþjálfari. Var með Ortega og maður sér að honum líður ekkert allt of vel. Það er sérstakt umhverfi að vinna undir þessum köllum og hann er kannski ekki alveg tilbúinn í það.“Þarf ekki að hugsa um neitt Aron viðurkennir að hraðinn á öllu og allt umhverfið í kringum handboltann hjá Veszprém sé ansi ólíkt því sem hann átti að venjast hjá Kiel. „Það er allt miklu hægara og rólegra hér. Í Þýskalandi var alltaf allt á fullri ferð. Þetta á ágætlega við mig en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa byrjað í Þýskalandi en ekki Ungverjalandi. Ég væri algjör haugur ef ég hefði byrjað í Ungverjalandi,“ segir Aron og hlær dátt. Hann er þakklátur fyrir það uppeldi sem hann fékk hjá Kiel áður en hann fór í ljúfa lífið í Ungverjalandi. Hjá Veszprém er hugsað um allar þarfir leikmannsins. „Í Þýskalandi fékk maður launin sín og svo fór maður að greiða reikningana sína. Borga húsnæðis- og bílalán sem og annað. Ég hef ekki fengið einn póst eftir að ég flutti til Ungverjalands. Jú, reyndar hef ég fengið tvö bréf. Þau voru frá þýska tryggingafyrirtækinu mínu,“ segir skyttan og hlær. Hann kann því greinilega vel að hugsað sé um hann. „Þeir borga alla reikningana og svona. Þeirra heimspeki er sú að leikmaðurinn eigi ekki að þurfa að standa í neinu óþarfa veseni. Ég er til að mynda búinn að fá nokkrar heimsóknir frá vinum og fjölskyldu en hef aldrei þurft að fara út á flugvöll. Þeir sjá bara um þetta. Þeir vilja að ég slaki sem best á og geti bara hugsað um handboltann. Þetta á betur við mig og ég fíla þetta hrikalega vel en sem betur fer byrjaði ég ekki í þessu.“Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyMikið með Svíanum Andreas Nilsson Miðað við dekrið á landsliðsmanninum þá hefur hann nægan frítíma. Hann er ekki með fjölskyldu heldur og því er eðlilegt að spyrja hvað hann geri við allan þennan frítíma? „Ég fer oft eftir morgunæfingar til Búdapest og er þar kannski yfir nótt. Keyri svo eldsnemma morguninn eftir á æfingu. Ég og Svíinn Andreas Nilsson erum mikið saman. Erum báðir einir og á sama aldri. Við náum helvíti vel saman og erum duglegir að gera eitthvað saman. Hvorugur okkar hefur afsökun fyrir því að komast ekki eitthvað,“ segir Aron og hann hefur líka verið duglegur að njóta ljúfa lífsins við Balaton-vatnið. „Maður hefur verið duglegur að fara í heilsulindirnar þarna á hótelunum og hugsa um líkamann. Svo á forseti félagsins nokkrar skútur við vatnið og við megum alltaf fara á þær ef þær eru á lausu. Ég er búinn að fara nokkrum sinnum út á vatnið með honum. Ég get ekki neitað því að þetta er lúxuslíf. Ég get alls ekki kvartað.“ Fyrir utan allt þetta er miklu minna leikjaálag í Ungverjalandi og mun færri erfiðir leikir enda er Veszprém með mikið yfirburðalið. Saknar Aron samt ekki Þýskalands að einhverju leyti? „Nei, í rauninni ekki. Ég sakna Þýskalands eiginlega ekki neitt. Ég var að spila þrjá leiki um daginn á viku gegn frekar slökum liðum og þá saknaði ég svolítið handboltans og samkeppninnar í Þýskalandi. Svo kíkti ég á mánaðarplanið hjá Kiel og þá fékk ég bara í hnén,“ segir Aron Pálmarsson og brosir allan hringinn er hann uppgötvar líka að hann fær loksins jólafrí sem er ekki í Þýskalandi.
Handbolti Tengdar fréttir Skrítið að Alfreð væri ekki að öskra á mig "Ég ber sterkar tilfinningar til Kiel og hef fylgst vel með þeim eftir að ég fór. Ég pirra mig á því ef þeim gengur ekki vel. Það kom mér aðeins á óvart. Ég hélt þetta yrði bara eins og að rífa plástur af og halda áfram,“ segir Aron Pálmarsson spurður um hvort hann sé búinn að slíta naflastrenginn við þýska félagið Kiel sem hann spilaði með í sex ár. 5. nóvember 2015 08:45 Aron: Væri til í að fá Patta til Veszprém Aron Pálmarsson upplifði það í fyrsta skipti áferlinum hjá Vesprém að vera í liði sem rekur þjálfarann sinn. 5. nóvember 2015 07:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Skrítið að Alfreð væri ekki að öskra á mig "Ég ber sterkar tilfinningar til Kiel og hef fylgst vel með þeim eftir að ég fór. Ég pirra mig á því ef þeim gengur ekki vel. Það kom mér aðeins á óvart. Ég hélt þetta yrði bara eins og að rífa plástur af og halda áfram,“ segir Aron Pálmarsson spurður um hvort hann sé búinn að slíta naflastrenginn við þýska félagið Kiel sem hann spilaði með í sex ár. 5. nóvember 2015 08:45
Aron: Væri til í að fá Patta til Veszprém Aron Pálmarsson upplifði það í fyrsta skipti áferlinum hjá Vesprém að vera í liði sem rekur þjálfarann sinn. 5. nóvember 2015 07:45