Handbolti

Patrekur stýrði sínum mönnum til sigurs á Rúmenum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Vísir/EPA
Austurríska karlalandsliðið í handbolta byrjar undankeppni HM 2017 vel en liðið vann þriggja marka heimasigur á Rúmeníu í kvöld, 27-24.

Patrekur Jóhannesson þjálfar landslið Austurríkismanna eins og undanfarin ár en efsta liðið í þessum fjögurra landa riðli tryggir sér sæti í umspili um laus sæti í úrslitakeppni HM í Frakklandi 2017.

Patrekur lýsti því yfir fyrir leikinn að hann ætlaði sér fjögur stig í þessum tveimur leikjum sem voru framundan og hans strákar eru nú hálfnaðir að ná því markmiði.

Austurríska liðið var 13-9 yfir í hálfleik eftir að hafa unnið síðustu tíu mínútur hálfleiksins 6-2.

Austurríkismenn voru síðan með góð tök á leiknum í seinni hálfleiknum en liðið náði átta marka forskoti, 22-14, þegar tæpar 19 mínútur voru eftir af leiknum og voru síðan 25-17 yfir þegar aðeins tólf mínútur voru eftir.

Rúmenar náðu að laga stöðuna í lokin en þeir skoruðu meðal annars tvö síðustu mörk leiksins.

Tveir leikmen voru markahæstir hjá austurríska landsliðinu í kvöld en þeir Nikola Bilyk og Robert Weber skoruðu báðir sex mörk í leiknum en þrjú af mörkum Wenver komu úr vítum. Seppo Frimmel var síðan með fimm mörk en fyrir Rúmena þá skoraði Valentin Ghionea mest eða níu mörk.

Ítalir unnu líka sinn fyrsta leik en þeir unnu átta mark sigur á Finnum, 27-19. Næsti leikur Austurríska landsliðsins er einmitt eftir þrjá daga í Finnlandi. Austurríki og Ítalía spila síðan tvo leiki með þriggja daga millibili í janúarmánuði.


Tengdar fréttir

Lítið úrval af leikmönnum

Patrekur Jóhannesson er byrjaður að byggja upp nýtt landslið í Austurríki sem á að toppa á EM árið 2020. Landsliðsmaðurinn fyrrverandi segist vera hamingjusamur í starfi sem hann elskar.

Veszprém vill fá Patrek

Ungverska stórliðið búið að setja sig í samband við Patrek Jóhannesson.

Gömlu kempurnar völtuðu yfir KR

Líklega reynslumesta handboltalið Íslandssögunnar er komið áfram í 16-liða úrslitin í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum.

Patrekur má þjálfa lið Veszprém en ekki lið í Austurríki

Ungverska stórliðið Veszprém er í leit að þjálfara þessa dagana en félagið lét þjálfara félagsins, Antonio Carlos Ortega, róa eftir að liðið náði aðeins jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Wisla Plock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×