Innlent

Nýta má orku Hverahlíðar á Hellisheiði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Leiða á gufu úr Hverahlíð niður í Hellisheiðarvirkjun.
Leiða á gufu úr Hverahlíð niður í Hellisheiðarvirkjun.
Orkustofnun hefur heimilað Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, að nýta orku úr jarðhitageymi við Hverahlíð fyrir Hellisheiðarvirkjun. Heimildin var gefin út í byrjun mánaðarins, en svæðið bætist við önnur svæði á Hellisheiði sem virkjunin nýtir.

Í gildi er virkjanaleyfi fyrir allt að 303 megavatta orkuveri á Hellisheiði. „Fram kemur í fylgibréfi Orkustofnunar með leyfinu, að ON hyggst ekki auka framleiðslu virkjunar, heldur er markmiðið að afla uppbótargufu og jarðhitavatns í Hverahlíð fyrir Hellisheiðarvirkjun,“ segir í umfjöllun Orkustofnunar.

Þá sé með leyfinu afmarkað nýtingarsvæði fyrir virkjun jarðhita á Hellisheiði í samræmi við gildandi rammaáætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×