Fótbolti

Matthías selur gullmedalíuna sína til styrktar krabbameinsveikum börnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Matthías spilar FIFA við krabbameinssjúkan strák í heimsókn Noregsmeistaranna í gærkvöldi.
Matthías spilar FIFA við krabbameinssjúkan strák í heimsókn Noregsmeistaranna í gærkvöldi. mynd/rbk.no
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður nýkrýndra Noregsmeistar Rosenborg, hefur ákveðið að selja gullmedalínuna sem hann fékk á sunnudaginn hæstbjóðanda.

Allur ágóðinn af sölunni rennur til styrktar félags krabbameinssjúkra barna í Þrándheimi, en Matthías og liðsfélagar hans heimsóttu krabbameinsspítalann þar í borg í gærkvöldi.

„Ég ákvað að mig langar að leggja eitthvað af mörkum þannig vonandi fæ ég hátt verð fyrir medalíuna,“ segir Matthías í viðtali á vef Rosenborgar.

„Það erfitt að sjá þessa ungu krakka svona alvarlega veika. Vonandi getur þessi peningur hjálpað þeim að gera lífið aðeins bjartara,“ segir Matthías Vilhjálmsson.

Félagið sem Matthías ætlar að láta ágóðann renna til er rekinn í sjálfboðavinnu af foreldrum sem eiga eða hafa átt börn sem glímdu eða glíma við krabbamein.

Hér má sjá uppboðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×