Erlent

Leiðtogar Kína og Taívans hittast í fyrsta sinn

Leiðtogi Kína og forseti Taívans, þeir Xi Jinping og Ma Ying-jeou, munu hittast á fundi í Singapúr næstkomandi laugardag. Það verður í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara tveggja ríkja hittast en ætlunin er að ræða samskipti ríkjanna.

Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×