Erlent

Forseti Egypta vísar fullyrðingum Ísis á bug

224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af.
224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af. Vísir/EPA
Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, vísar fullyrðingum Ísis samtakanna þess efnis að þau hafi grandað rússnesku farþegavélinni yfir Sínæ skaga, algjörlega á bug. 224 fórust í slysinu. Hann segir í samtali við BBC að of snemmt sé að fullyrða um hvað hafi orsakað það að vélin fórst en að yfirlýsingar Ísis séu helber áróður.

Talsmenn flugfélagsins fullyrtu í gær að ekki hafi verið um vélarbilun að ræða heldur hafi utanaðkomandi kraftar, eins og það var orðað, grandað vélinni. Yfirmaður flugmála í Rússlandi segir þó að enn sé of snemmt að fullyrða eitthvað um orsakir slyssins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×