Fótbolti

Sjáðu þjálfara Hólmars og Matta stíga trylltan dans | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári fagnar vel og innilega.
Kári fagnar vel og innilega. mynd/skjáskot
Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson, leikmenn Rosenborg, fögnuðu Noregsmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi í kvöld. Rosenborg var fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í deildinni en fékk bikarinn afhentan í kvöld eftir síðasta heimaleikinn.

Í miðjum fagnaðarlátunum tók sænski varnarmaðurinn Mikael Dorsin hljóðnemann til sín og leiddi magnaðan fjöldasöng á Lerkendal sem var auðvitað fullur í kvöld.

Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var heldur betur í stuði, en þessi fimmtugi þjálfari steig trylltan dans eins og hann væri á diskóteki í æskulýðsmistöð.

Okkar menn sjást nú ekki vel í myndbandinu, en þennan flotta fjöldasöng og danstakta Kára má sjá hér að neðan.

Sang med stadion.

Spillerne sang med hele stadion. Se den magiske videoen her.

Posted by Rosenborg Ballklub on Sunday, November 1, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×