Erlent

Náðu aftur meirihluta í Tyrklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherraTyrklands.
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherraTyrklands. Vísir/EPA
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherraTyrklands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi. Þegar búið var að telja 97 prósent atkvæða var flokkur hans, Lýðræðis- og þróunarflokkurinn eða AKP,með 49,4 prósent atkvæða. Það tryggir þeim áframhaldandi meirihluta sem þeir misstu í kosningum í júní.

Eftir að stjórnarmyndun misheppnaðist var boðað til nýrra kosninga. AP fréttaveitan segir að kjörsókn hafi verið um 87 prósent, en 54 milljónir voru á kjörskrá.

Davutoglu hafði kallað eftir því að kjósendur myndu tryggja stöðugleika í Tyrklandi með því að veita AKP meirihluta. Stjórnarandstaðan vildi helst að hann yrði neyddur til að mynda ríkisstjórn með aðkomu fleiri flokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×