Handbolti

Sex mörk Arnórs dugðu ekki til | PSG áfram eftir markaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór skoraði sex mörk en það dugði ekki til.
Arnór skoraði sex mörk en það dugði ekki til. mynd/facebook-síða saint raphael
Nú liggur fyrir hvaða lið eru komin í undanúrslit franska deildarbikarsins í handbolta.

Nantes bar sigurorð af Chambéry í gær og í dag fóru svo fram þrír leikir; Paris Saint-Germain vann Créteil, Montpellier lagði Dunkerque að velli og Toulouse sló Saint Raphael úr leik.

Það var fátt um varnir í leik PSG og Créteil en alls voru 79 mörk skoruð. PSG var sterkari aðilinn og leiddi nær allan tímann, ef frá eru taldar upphafsmínútur leiksins. Lokatölur 38-41, PSG í vil.

Mikkel Hansen var markahæstur í liði PSG með 13 mörk en Daniel Narcisse kom næstur með níu mörk. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Arnór Atlason skoraði sex mörk þegar Saint Raphael tapaði 31-30 fyrir Toulouse á útivelli.

Arnór nýtti fimm af átta skotum sínum utan af velli og annað af tveimur vítaköstum.

Adrien Dipanda var markahæstur í liði Saint Raphael með sjö mörk en Jordan Bonilauri skoraði mest fyrir Toulouse, eða átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×