Handbolti

Kiel lagði Berlínarrefina að velli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar fögnuðu tveimur stigum í dag.
Alfreð og félagar fögnuðu tveimur stigum í dag. vísir/epa
Kiel hafði betur gegn Füchse Berlin, 24-27, í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þetta var annar sigur Kiel í röð en liðið er með 16 stig í 5. sæti deildarinnar. Berlínarrefirnir, sem Erlingur Richardsson stýrir, eru hins vegar með 13 stig í 8. sætinu.

Aðeins fimm leikmenn komust á blað hjá Kiel í dag en Domagoj Duvnjak, Marko Vujin og Niclas Ekberg skoruðu allir átta mörk.

Fabian Wiede var markahæstur í Füchse Berlin með átta mörk. Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark úr vítakasti.

Berlínarrefunum hefur ekki gengið vel að undanförnu en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×