Erlent

Hauskúpulaga lofsteinn heiðraði jörðina á hrekkjavökunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skuggalegur en umfram allt viðeigandi lofsteinn.
Skuggalegur en umfram allt viðeigandi lofsteinn. mynd/nasa
Þessi óhugnanlegi loftsteinn, sem minnir um margt á höfuðkúpu, þaut framhjá jörðinni í nótt. Mörgum gæti þótt viðeigandi að slíkur steinn skyldi gera sig gildan þessa helgina, þegar margir jarðarbúar halda hrekkjavökuna hátíðlega.

Það þótti í það minnsta vísindamönnum NASA, Bandarísku geimferðastofnunarinnar, sem urðu hans varir í sjónaukum stofnunarinnar á Hawaii er hann þaut í rúmlega 486 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Að þeirra mati er hér um að ræða „dauðann lofsteinn“ sem hefur farið fjölmarga hringi í kringum sólina.

Þeir áætla að steinninn sé rúmlega 600 metrar að þvermáli og það taki hann um 5 klukkustundir að klára einn hring um sjálfan sig. Þá endurvarpar hann um sex prósent sólarljóss.

NASA hefur löngum lagt mikla áherslu á að fylgjast með öllum hlutum sem kunna að koma í námunda við jörðina og talið er að stofnunin hafi í gegnum árin greint 98 prósent þeirra sem það gera.

Búist er við því að næsti lofsteinn fari fram hjá jörðinni í september 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×