Erlent

Erfðabreyttur lax öruggur til átu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/sigurjón ólason
Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að öruggt sé að borða erfðabreyttan atlantshafslax, sem líftæknifyrirtækið AquaBounty hefur ræktað. Það er fyrsta erfðabreytta dýraafurðin sem örugg er til manneldis, að því er segir á BBC.

Laxinn hefur verið sprautaður með erfðaefni úr kóngalaxi úr Kyrrahafi og kallast þessi nýja tegund AquaAdvantage Salmon. Erfðabreytingin hefur i för með sér að laxinn vex allt að tvöfalt hraðar en venjulegur atlantshafslax.

Fyrirtækið óskaði eftir leyfi til ræktunar fyrir um tuttugu árum síðan, en mjög hefur verið deilt um málið síðan þá. Þá telja umhverfis- og dýraverndarsamtök að fiskurinn geti haft skaðleg áhrif á umhverfið og hafa barist gegn því að fiskurinn fari á markað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×