Handbolti

Arnór og félagar misstigu sig en komust samt á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. vísir/afp
Arnór Atlason og félagar í St. Raphael hituðu upp fyrir leikinn gegn Hauka um helgina með því að gera jafntefli gegn einu af neðsta liði deildarinnar.

St. Raphael var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn AIX sem var í þriðja neðsta sætinu. AIX stóð í heimamönnum öllum tímann og nældi í jafntefli, 25-25. Jöfnunarmark St. Raphael kom á síðustu sekúndu leiksins.

Arnór var næstmarkahæstur í liði St. Raphael í kvöld en hann skoraði fimm mörk úr sjö skotum. Hans lið komst á toppinn með stiginu. Er með stigi meira en PSG sem á tvo leiki inni.

Það var ekkert svona vesen á Nimes sem valtaði yfir botnlið deildarinnr, Chartres. Lokatölur þar 34-27.

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Nimes í kvöld. Liðið er með 12 stig og stökk upp í fjórða sæti með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×