Innlent

Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð

Birgir Olgeirsson skrifar
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi.
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann sem var sakaður um að hafa nauðguð stúlku þegar hún var tæplega átján ára gömul árið 2014.

Í ákærunni var maðurinn sakaður um að hafa haft kynferðismök við stúlkuna þrátt fyrir neitun hennar þar um auk þess sem hann var sakaður um að hafa notfært sér að stúlkan gat ekki spornað við kynferðismökum sökum ölvunar og svefndrunga.

Maðurinn og stúlkan voru vinnufélagar á umræddum tíma og gistu á hóteli ásamt öðrum starfsmönnum í tilefni árshátíðar fyrirtækisins sem þau störfuðu hjá.

Lögreglu barst tilkynning frá starfsmanni hótelsins um ætlaða nauðgun. Þegar  lögregla kom á staðinn var stúlkan fyrir innan afgreiðsluborð hótelsins ásamt starfsmanni hótelsins. Í frumskýrslu lögreglu segir að brotaþoli hafi sýnilega verið í miklu áfalli og átt erfitt með að greina frá atvikum. Stúlkan hafi gefið lögreglu stutta frásögn og kvaðst hafa vaknað við að maðurinn hafi verið að eiga við sig og síðan hafi hann nauðgað henni.

Héraðsdómur Suðurlands ákvað að sýkna manninn af ákærunni því dómnum þótti slíkur vafi vera á því hvort maðurinn hafi af ásetningi framið það brot sem honum er gefið að sök. Er þar vísað til neitunar mannsins um að samræði eða önnur kynmök hafi farið fram gegn vilja stúlkunnar. Þá var einnig tilgreint að maðurinn hefði  sinnt kalli stúlkunnar um að koma til hennar, í framhaldi af því fylgt henni inn í hennar herbergi, og átt í nánum kynferðislegum samskiptum þeirra í milli með samþykki stúlkunnar, eins og lýst var fyrir dómnum sem lesa má hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×