Er fækkun námsmanna erlendis hluti af stefnu íslenskra stjórnvalda? Dagur Skírnir Óðinsson og Þórður Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Námsmönnum erlendis sem taka námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fer fækkandi ár hvert. Hver skyldi vera skýringin á því? Við sem störfum að málefnum námsmanna erlendis höfum áhyggjur af því að niðurskurður á framfærslu námsmanna sem hefur verið framkvæmdur tvö ár í röð geti haft mikið um það að segja. Ekki nóg með að framfærslan hafi verið lækkuð heldur hafa ferðalán, sem stóðu námsmönnum til boða, verið skorin niður að stórum hluta. Vegna þessa niðurskurðar, sem enn er ekki séð fyrir endann á, hefur þeim fækkað sem líta á LÍN sem valkost við fjármögnun á námi sínu erlendis. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíðina eru námsmenn því margir hverjir hikandi við að taka ákvörðun um að fara út. Á tyllidögum tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að íslenskir námsmenn sæki sér menntun utan landsteinanna en því miður virðast athafnir ekki fylgja orðum. Nú er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar sýni að þeir eru að meina það sem þeir segja og að niðurskurði á framfærslu námsmanna erlendis verði hætt og þeim frekar sýndur stuðningur. Þessi mannauður er og verður dýrmætur fyrir land og þjóð um ókomna framtíð. Ef við hlúum vel að námsmönnum erlendis mun það skila sér margfalt til baka í verðmætasköpun sem og ríkara og fjölbreyttara samfélagi. Í fjölmiðlum var nýlega vakin athygli á því að íslenskir námsmenn sæki í ríkara mæli í erlenda námsstyrki, m.a. SU í Danmörku. Opnast hefur gluggi sem auðveldar þeim að fá aðgang að styrkjunum sem áður fyrr var háður strangari skilyrðum. Það er auðvitað jákvætt að námsmenn hafi fleiri möguleika til að fjármagna nám sitt. Það er þó hættulegt að treysta á SU styrkinn. Ekki er hægt að reikna með honum í framtíðinni því hann er háður ákvörðunum danskra stjórnvalda. Nýverið hóf forsetafrú Bandaríkjanna herferð þar sem hún hvetur bandaríska námsmenn til að skoða í meiri mæli þann kost að sækja nám sitt utan landsteinanna. Hún bendir á að því fylgja augljósir kostir. Það eykur víðsýni, menningarlæsi, tungumálakunnáttu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði, frumkvæði og svo mætti lengi telja. Í Danmörku er það sama sagan. Ráðherra menntamála lýsti yfir að stefna stjórnvalda, fram til ársins 2020, væri að 50% þeirra sem sæki sér framhaldsnám myndu taka hluta þess erlendis. Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér, heldur með nákvæmri stefnumörkun yfirvalda og eftirfylgni í formi stuðnings við eigin stefnu. Ef þau lönd, bæði í vestri og austri, sjá greinilegt mikilvægi þess að vinnuafl framtíðarinnar sæki sér þekkingu og lærdóm utan landsteinanna hlýtur að vera eitthvað til í því. Stjórn SÍNE óskar eftir því að mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsi yfir hver sé stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis. Er ætlunin að fækka þeim um helming? Er æskilegt að flestir námsmenn stundi framhaldsmenntun sína hér á landi? Ef svo er, þá má ekki gleyma því að stóraukin útgjöld íslenskra háskóla (þ.a.l. stjórnvalda) eru fylgifiskur þess að beina öllum í nám hérlendis. Það er nefnilega ákveðinn sparnaður fólginn í því að beina íslenskum námsmönnum utan í nám. Því miður virðist ekki vera hægt að koma auga á stefnu stjórnvalda í menntamálum og því ítrekar stjórn SÍNE: Hver er stefna mennta- og menningarmálaráðherra í málefnum námsmanna erlendis? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Sjá meira
Námsmönnum erlendis sem taka námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fer fækkandi ár hvert. Hver skyldi vera skýringin á því? Við sem störfum að málefnum námsmanna erlendis höfum áhyggjur af því að niðurskurður á framfærslu námsmanna sem hefur verið framkvæmdur tvö ár í röð geti haft mikið um það að segja. Ekki nóg með að framfærslan hafi verið lækkuð heldur hafa ferðalán, sem stóðu námsmönnum til boða, verið skorin niður að stórum hluta. Vegna þessa niðurskurðar, sem enn er ekki séð fyrir endann á, hefur þeim fækkað sem líta á LÍN sem valkost við fjármögnun á námi sínu erlendis. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíðina eru námsmenn því margir hverjir hikandi við að taka ákvörðun um að fara út. Á tyllidögum tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að íslenskir námsmenn sæki sér menntun utan landsteinanna en því miður virðast athafnir ekki fylgja orðum. Nú er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar sýni að þeir eru að meina það sem þeir segja og að niðurskurði á framfærslu námsmanna erlendis verði hætt og þeim frekar sýndur stuðningur. Þessi mannauður er og verður dýrmætur fyrir land og þjóð um ókomna framtíð. Ef við hlúum vel að námsmönnum erlendis mun það skila sér margfalt til baka í verðmætasköpun sem og ríkara og fjölbreyttara samfélagi. Í fjölmiðlum var nýlega vakin athygli á því að íslenskir námsmenn sæki í ríkara mæli í erlenda námsstyrki, m.a. SU í Danmörku. Opnast hefur gluggi sem auðveldar þeim að fá aðgang að styrkjunum sem áður fyrr var háður strangari skilyrðum. Það er auðvitað jákvætt að námsmenn hafi fleiri möguleika til að fjármagna nám sitt. Það er þó hættulegt að treysta á SU styrkinn. Ekki er hægt að reikna með honum í framtíðinni því hann er háður ákvörðunum danskra stjórnvalda. Nýverið hóf forsetafrú Bandaríkjanna herferð þar sem hún hvetur bandaríska námsmenn til að skoða í meiri mæli þann kost að sækja nám sitt utan landsteinanna. Hún bendir á að því fylgja augljósir kostir. Það eykur víðsýni, menningarlæsi, tungumálakunnáttu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði, frumkvæði og svo mætti lengi telja. Í Danmörku er það sama sagan. Ráðherra menntamála lýsti yfir að stefna stjórnvalda, fram til ársins 2020, væri að 50% þeirra sem sæki sér framhaldsnám myndu taka hluta þess erlendis. Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér, heldur með nákvæmri stefnumörkun yfirvalda og eftirfylgni í formi stuðnings við eigin stefnu. Ef þau lönd, bæði í vestri og austri, sjá greinilegt mikilvægi þess að vinnuafl framtíðarinnar sæki sér þekkingu og lærdóm utan landsteinanna hlýtur að vera eitthvað til í því. Stjórn SÍNE óskar eftir því að mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsi yfir hver sé stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis. Er ætlunin að fækka þeim um helming? Er æskilegt að flestir námsmenn stundi framhaldsmenntun sína hér á landi? Ef svo er, þá má ekki gleyma því að stóraukin útgjöld íslenskra háskóla (þ.a.l. stjórnvalda) eru fylgifiskur þess að beina öllum í nám hérlendis. Það er nefnilega ákveðinn sparnaður fólginn í því að beina íslenskum námsmönnum utan í nám. Því miður virðist ekki vera hægt að koma auga á stefnu stjórnvalda í menntamálum og því ítrekar stjórn SÍNE: Hver er stefna mennta- og menningarmálaráðherra í málefnum námsmanna erlendis?
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun