Þýsku og frönsku landsliðsmennirnir eyddu nóttinni saman á Stade de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 12:30 Leikmenn Þýskalands fyrir leikinn. Vísir/Getty Vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja lenti í miðju hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöldið og Bild sagði frá því að leikmenn beggja lið hafi ekki yfirgefið Stade de France leikvanginn fyrr en morguninn eftir. Franska landsliðið er nú komið til Englands þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn á meðan leik Frakka og Þjóðverja stóð á föstudagskvöldið og franski forsetinn yfirgaf völlinn strax á eftir. Eftir leikinn var mikil geðshræring meðal áhorfenda þegar þeir fréttu að fleiri voðaverkum út um alla París og stór hluti þeirra þorði ekki að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendurnir voru þó látnir yfirgefa leikvanginn á endanum. Þýsku landsliðsmennirnir voru hinsvegar strandaglópar á leikvanginum þar sem að það hafi komið sprengjuhótun inn á hótelið þeirra. Þjóðverjar ákváðu að taka enga áhættu með heimsmeistaraliðið sitt og því var niðurstaðan að þýsku leikmennirnir myndu gista þessa ógeðfelldu nótt á Stade de France. Um leið og leikmenn franska liðsins fréttu af aðstöðu þýsku leikmannanna þá ákváðu þeir að vera líka yfir nóttina á Stade de France í stað þess að fara til sín heima. Bild segir að 60 manns hafi verið samankomnir í einu herbergi og í boði hafi bara verið pulsur og samlokur. Oliver Bierhoff, liðsstjóri þýska landsliðsins, sagði í samtali við Bild að leikmennirnir hafi verið mjög hræddir. Þegar leið á kvöldið og nóttina bárust frekari fréttir af því hvað hafði gerst, bæði fyrir utan völlinn sem og á veitingastöðunum og í Bataclan-leikhúsinu. Enginn leikmannanna gat sofið og mikil sorg og hræðsla var meðal allra sem voru þessa nótt á Stade de France. Klukkan korter yfir tvö var það látið líta svo út að þýska landsliðið væri á leið í burt í litlum rútum en þær voru í raun tómar og fóru bara á hótel þýska liðsins til að sækja töskur þeirra. Leikmennirnir eyddu allri nóttinni á Stade de France og fóru ekki af stað fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þýsku leikmennirnir spila í kvöld við Holland í vináttulandsleik í Hannover. Fótbolti Tengdar fréttir Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00 Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00 Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00 Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
Vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja lenti í miðju hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöldið og Bild sagði frá því að leikmenn beggja lið hafi ekki yfirgefið Stade de France leikvanginn fyrr en morguninn eftir. Franska landsliðið er nú komið til Englands þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn á meðan leik Frakka og Þjóðverja stóð á föstudagskvöldið og franski forsetinn yfirgaf völlinn strax á eftir. Eftir leikinn var mikil geðshræring meðal áhorfenda þegar þeir fréttu að fleiri voðaverkum út um alla París og stór hluti þeirra þorði ekki að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendurnir voru þó látnir yfirgefa leikvanginn á endanum. Þýsku landsliðsmennirnir voru hinsvegar strandaglópar á leikvanginum þar sem að það hafi komið sprengjuhótun inn á hótelið þeirra. Þjóðverjar ákváðu að taka enga áhættu með heimsmeistaraliðið sitt og því var niðurstaðan að þýsku leikmennirnir myndu gista þessa ógeðfelldu nótt á Stade de France. Um leið og leikmenn franska liðsins fréttu af aðstöðu þýsku leikmannanna þá ákváðu þeir að vera líka yfir nóttina á Stade de France í stað þess að fara til sín heima. Bild segir að 60 manns hafi verið samankomnir í einu herbergi og í boði hafi bara verið pulsur og samlokur. Oliver Bierhoff, liðsstjóri þýska landsliðsins, sagði í samtali við Bild að leikmennirnir hafi verið mjög hræddir. Þegar leið á kvöldið og nóttina bárust frekari fréttir af því hvað hafði gerst, bæði fyrir utan völlinn sem og á veitingastöðunum og í Bataclan-leikhúsinu. Enginn leikmannanna gat sofið og mikil sorg og hræðsla var meðal allra sem voru þessa nótt á Stade de France. Klukkan korter yfir tvö var það látið líta svo út að þýska landsliðið væri á leið í burt í litlum rútum en þær voru í raun tómar og fóru bara á hótel þýska liðsins til að sækja töskur þeirra. Leikmennirnir eyddu allri nóttinni á Stade de France og fóru ekki af stað fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þýsku leikmennirnir spila í kvöld við Holland í vináttulandsleik í Hannover.
Fótbolti Tengdar fréttir Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00 Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00 Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00 Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00
Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00
Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00
Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00