Erlent

Slökkviliðsmaður fékk nýtt andlit

Harrison fékk nýtt andlit grætt á sig.
Harrison fékk nýtt andlit grætt á sig. Vísir/AFP
Skurðlæknar í Bandaríkjunum segjast hafa framkvæmt viðamestu andlitságræðslu sögunnar þegar slökkviliðsmaðurinn Patrick Harrison fékk nýtt andlit.

Aðgerðin tók tuttugu og sex klukkustundir og fékk Harrison nýtt höfuðleður, eyru og augnlok. Andlitið fékk hann frá tuttugu og sex ára gömlum manni sem lét lífið í hjólreiðaslysi. Aðgerðin var framkvæmd í ágúst síðastliðnum en ekki var skýrt frá henni fyrr en í gær enda óljóst hvort hún myndi virka.

Nú þegar þrír mánuðir eru liðnir virðist allt ganga eftir áætlun, þótt Harrison þurfi að taka lyf til æviloka til að koma í veg fyrir að líkami hans hafni nýja andlitinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×