Erlent

Hjónabönd samkynja fólks orðin lögleg

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í maí.
Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í maí. Nordicphotos/AFP
Einstaklingum af sama kyni er nú leyfilegt að ganga í hjónaband á Írlandi eftir að löggjöf þess efnis tók gildi í gær.

Írar gengu að kjörborðinu í maí síðastliðnum og samþykktu að gera hjónabönd samkynja fólks lögleg. Írland var fyrsta ríkið í heiminum til að samþykkja löggjöf af þeim toga í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Enn liggur ekki fyrir hvaða par var fyrst til að láta gefa sig saman í krafti nýrrar löggjafar en hún felur það í sér að írsk pör sem létu gefa sig saman utan Írlands fá vígslu sína viðurkennda á Írlandi.

Löggjöfin nær þó einungis til borgaralegra vígslna en trúfélögum er ekki skylt að gefa samkynja fólk saman. Til að mynda börðust kaþólska kirkjan og aðrir kristnir söfnuðir gegn löggjöfinni í kjölfar þjóðar­atkvæðagreiðslunnar í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×