Nýtt peningakerfi 16. nóvember 2015 14:00 Næstum allt peningamagn í umferð er búið til af viðskiptabönkunum í formi rafrænna peninga (innlána). Rafrænir peningar myndast þegar bankinn býr til í reikning lántakanda við lántöku. Þetta verklag er svokallað brotaforðakerfi sem er við lýði um allan heim. Fyrir daga rafrænna peninga hafði ríkið, í gegnum seðlabankann, einkarétt til að gefa út peninga, þ.e. seðla og mynt. Árið 1891 tók svissneska þjóðin, með þjóðaratkvæðagreiðslum, valdið til að prenta seðla af bönkunum og flutti til svissneska seðlabankans. Með réttu ætti hið sama að gerast í tilfelli innlána, algengustu peningategundarinnar. Í svissnesku stjórnarskránni er heimild þjóðarinnar til að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu um lagabreytingar. Niðurstöðurnar eru lagalega bindandi fyrir svissneska þingið. Grasrótarsamtökin „Vollgeld-Initiative“, sem hafa það markmið að færa peningasköpunarvaldið aftur yfir til seðlabankans, hafa nú safnað yfir 100.000 undirskriftum kosningarbærra manna og þannig knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka peningasköpunarvaldið af viðskiptabönkum. Mun atkvæðagreiðslan fara fram á næstu árum. Sviss gæti því orðið fyrsta landið í heiminum til þess að endurbæta peningakerfið. Einungis seðlabankinn myndi þá koma nýjum peningum í umferð – bæði reiðufé og rafrænum peningum, og hefði þannig meiri stjórn á peningamagni í umferð. Rafrænir og órafrænir peningar yrðu að fullu tryggðir af seðlabankanum ef viðskiptabankar fara í þrot. Hætta á bankaáhlaupum væri úr sögunni. Bankarnir myndu sjá um bankareikninga í fjárvörslu fyrir viðskiptavini – eins og í dag í tilfelli verðbréfa. Þá myndi ríkið fá aftur til sín þann hagnað sem peningasköpun hefur í för með sér og gæti því minnkað skuldsetningu sína verulega. Þetta eru hinir svonefndu þjóðpeningar (e. sovereign money) í stað bankapeninga (e. commerical bank money). En áður en þetta getur orðið að veruleika og Sviss orðið fyrsta landið sem leggur af brotaforðakerfið sem hefur verið allsráðandi undanfarin 200 ár, þurfa rúmlega tvær milljónir Svisslendinga að greiða nýju peningakerfi atkvæði sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Næstum allt peningamagn í umferð er búið til af viðskiptabönkunum í formi rafrænna peninga (innlána). Rafrænir peningar myndast þegar bankinn býr til í reikning lántakanda við lántöku. Þetta verklag er svokallað brotaforðakerfi sem er við lýði um allan heim. Fyrir daga rafrænna peninga hafði ríkið, í gegnum seðlabankann, einkarétt til að gefa út peninga, þ.e. seðla og mynt. Árið 1891 tók svissneska þjóðin, með þjóðaratkvæðagreiðslum, valdið til að prenta seðla af bönkunum og flutti til svissneska seðlabankans. Með réttu ætti hið sama að gerast í tilfelli innlána, algengustu peningategundarinnar. Í svissnesku stjórnarskránni er heimild þjóðarinnar til að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu um lagabreytingar. Niðurstöðurnar eru lagalega bindandi fyrir svissneska þingið. Grasrótarsamtökin „Vollgeld-Initiative“, sem hafa það markmið að færa peningasköpunarvaldið aftur yfir til seðlabankans, hafa nú safnað yfir 100.000 undirskriftum kosningarbærra manna og þannig knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka peningasköpunarvaldið af viðskiptabönkum. Mun atkvæðagreiðslan fara fram á næstu árum. Sviss gæti því orðið fyrsta landið í heiminum til þess að endurbæta peningakerfið. Einungis seðlabankinn myndi þá koma nýjum peningum í umferð – bæði reiðufé og rafrænum peningum, og hefði þannig meiri stjórn á peningamagni í umferð. Rafrænir og órafrænir peningar yrðu að fullu tryggðir af seðlabankanum ef viðskiptabankar fara í þrot. Hætta á bankaáhlaupum væri úr sögunni. Bankarnir myndu sjá um bankareikninga í fjárvörslu fyrir viðskiptavini – eins og í dag í tilfelli verðbréfa. Þá myndi ríkið fá aftur til sín þann hagnað sem peningasköpun hefur í för með sér og gæti því minnkað skuldsetningu sína verulega. Þetta eru hinir svonefndu þjóðpeningar (e. sovereign money) í stað bankapeninga (e. commerical bank money). En áður en þetta getur orðið að veruleika og Sviss orðið fyrsta landið sem leggur af brotaforðakerfið sem hefur verið allsráðandi undanfarin 200 ár, þurfa rúmlega tvær milljónir Svisslendinga að greiða nýju peningakerfi atkvæði sitt.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar