Handbolti

Ólafur Bjarki næst markahæstur í tapi | Sigur hjá Magdeburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Geir Sveinsson á hliðarlínunni.
Geir Sveinsson á hliðarlínunni. vísir/getty
Geir Sveinsson og lærisveinar hans í Magdeburg unnu sjö marka sigur á TBV Lemgo, 36-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Magdeburg tók forystuna strax í upphafi og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Þeir stigu svo á bensíngjöfina í síðari hálfleik og unnu að lokum sjö marka sigur, 36-29.

Robert Weber og Jacob Bagersted voru markahæstir með átta mörk fyrir Magdeburg, en Tim Hornke gerði sjö mörk fyrir Lemgo. Magdeburg er eftir sigurinn í áttunda til níunda sæti deildarinnar með fjórtán stig.

Ólafur Bjarki Ragnarsson var næst markahæstur í liði Eisenach með fimm mörk sem tapaði með átta marka mun fyrir Flensburg, 24-32, á heimavelli í sömu deild í dag.

Azat Valiullin skoraði sjö mörk fyrir Eisenach, en Holger Glandorf var markahæstur gestanna með sjö mörk. Eisenach situr í fjórtánda sæti deildarinnar með fimm stig, en FLensburg er í þriðja sætinu með 21 stig.

Í Svíþjóð skoraði Tandri Már Konráðsson tvö mörk og Magnús Óli Magnússon eitt þegar Ricoh tapaði fyrir Alingsås, 31-19. Þá var Leó Snær Pétursson ekki á meðal markaskorara þegar Malmö tapaði fyrir Ystad, 24-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×