Menning

Túlka margar hliðar Mignon

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hanna Dóra og Gerrith Schuil syngja og spila í Hannesarholti. Fréttablaðið/GVA
Hanna Dóra og Gerrith Schuil syngja og spila í Hannesarholti. Fréttablaðið/GVA
„Þetta er fallegt prógramm og það er skemmtilegt að flytja tónsetningar eftir ólík tónskáld við sömu ljóðin,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir mezzo-sópransöngkona um dagskrána sem hún og Gerrit Schuil píanóleikari verða með í Hannesarholti á morgun, sunnudag.

Það eru Söngvar Mignon sem um ræðir. Þeir eru lagðir í munn persónu í einni af frægustu skáldsögum Goethe.

Tónskáldin Franz Schubert, Robert Schumann og Hugo Wolf spreyttu sig á því að tónsetja ljóðin á 19. öld og Hanna Dóra segir magnað hvernig hver og einn þeirra les þennan karakter á sinn hátt.

„Við Gerrit komum því til með að túlka margar hliðar stúlkunnar Mignon,“ segir Hanna Dóra og kveðst hlakka til.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og standa í klukkutíma. Hanna Dóra og Gerrit munu kynna söngvana. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.