Erlent

Teikningar að leynivopni sáust í sjónvarpinu fyrir mistök

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er tekningin sem sýnd var "fyrir mistök“.
Þetta er tekningin sem sýnd var "fyrir mistök“.
Ríkisrekinn fjölmiðill í Rússland birti í dag teikningu af kjarnorkuvopni í sjónvarpi. Verið var að sýna frá fundi Vladimir Putin og hæst settu hershöfðingjum Rússlands á mánudaginn þegar einn þeirra sést skoða teikningar af vopninu. Yfirvöld og fjölmiðillinn segja birtinguna hafa verið mistök.

Sérfræðingar eru þó ekki sammála.

Um er að ræða tundurskeyti sem útbúið væri 100 megatonna kjarnorkuvopni. Í raun má segja að um smáan sjálfsstýrðan kafbát sé að ræða, sem flytja þyrfti á baki annars kafbátar. Á teikningunum segir að tilgangur vopnsins sé að sprengja það við strandlengju óvinar og þannig gera stórt svæði óbyggilegt vegna geislavirkni.

Þar að auki myndi sprengingin skapa stærðarinnar flóðbylgju.

Samkvæmt BBC segja sérfræðingar sem rússneskir fjölmiðlar hafa rætt við að myndin hafi ef til vill verið birt með ásettu ráði. Miklar deilur standa nú yfir á milli Rússa og Vesturveldanna vegna eldflaugavarnakerfis sem Bandaríkin ætla að reisa í Austur-Evrópu. Rússar segja að kerfinu sé ætlað að gera út af við kjarnorkuburði Rússlands.

Putin tilkynnti í júní að Rússar ætluðu að byggja rúmlega 40 ný kjarnorkuvopna á þessu ári. Birtingin í dag er af mörgum talin vera liður í þessum deilum.

Hundrað megatonn er gífurlega mikið. Stærsta kjarnorkusprengja sem hefur verið sprengd var „Tsar Bomba“ sem Sovétríkin sprengdu árið 1961. Hún var 58 megatonn.

Samkvæmt sérfræðingum sem BBC ræddi við myndi sprenging þessa vopns undan ströndum Bandaríkjanna valda gífurlegu tjóni. Sprengingin gæti skapað allt að 500 metra háa flóðbylgju sem færi um 1.500 kílómetra inn á land. Þá myndi sprengingin gera stór svæði geislavirk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×