Erlent

Stúlkubarn með tvö höfuð fæddist í Bangladess

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrir utan að vera með tvö höfuð þá benda fyrstu rannsóknir til þess að önnur líffæri stúlkunnar starfi vanalega.
Fyrir utan að vera með tvö höfuð þá benda fyrstu rannsóknir til þess að önnur líffæri stúlkunnar starfi vanalega. Vísir/AFP
Stúlkubarn með tvö höfuð kom í heiminn á sjúkrahúsi í bænum Brahmanbaria í Bangladess í gær. Barnið er nú á gjörgæslu í höfuðborginni Dhaka þar sem það fær aðhlynningu vegna öndunarerfiðleika.

Barnið var tekið með keisaraskurði og greinir AFP frá því að móðir barnsins heilsist vel.

Jamal Mai, faðir stúlkunnar, segist hafa verið mjög undrandi þegar hann sá barnið sitt í fyrsta sinn. „Hún var með tvö fullsköpuð höfuð. Hún nærist með tveimur munnum og andar með tveimur nefum.“

Fyrir utan að vera með tvö höfuð þá benda fyrstu rannsóknir til þess að önnur líffæri stúlkunnar starfi vanalega.

Árið 2008 fæddist barn með tvö höfuð í Bangladess, en lést það nokkru síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×