Erlent

Stöðva tilraun Katalóna til sjálfstæðis

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá þingi Katalóníu.
Frá þingi Katalóníu. Vísir/EPA
Stjórnarskrárdómstóll Spánar hefur frestað ályktun þings Katalóníu um að stefna að sjálfstæði innan 18 mánaða. Dómstóllinn ætlar að heyra mótrök stjórnvalda á Spáni, en Mariano Rajoy, forsætisráðherra, segir ályktun Katalóna vera lítilsvirðingu gagnvart spænska ríkinu.

„Við erum að tala um vörn heils ríkis,“ sagði Rajoy. „Þeir eru að reyna að sundra ríki með meira en fimm alda sögu.“

Ákvörðun dómstólsins frystir í raun frelsistilraunir Katalóna um nokkra mánuði á meðan að dómsmál stendur yfir. Þá samþykktu þeir ellefu dómarar sem skipa dómstólinn að gera forseta Katalóníu og ríkisstjórn hans grein afleiðingunum, fari Katalónar ekki eftir ákvörðun dómstólsins.

Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti íbúa Katalóníu séu hlynntir því að halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Spáni. Hins vegar eru línurnar ekki svo skýrar gagnvart því hve margir vilji í raun sjálfstæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×