Erlent

Látinn spænskur læknir fannst á lífi í ítölskum skógi

Atli Ísleifsson skrifar
Læknirinn yfirgaf heimili sitt í Sevilla árið 1995 en hann glímdi við alvarlegt þunglyndi á þeim tíma.
Læknirinn yfirgaf heimili sitt í Sevilla árið 1995 en hann glímdi við alvarlegt þunglyndi á þeim tíma. Vísir/Getty
Spænskur læknir sem lýstur var látinn árið 2010 hefur fundist á lífi í ítölskum skógi, um tuttugu árum eftir að hann hvarf.

Að sögn fundu tveir sveppatínslumenn hinn 47 ára Carlos Sanchez Ortiz De Salazar fyrir tveimur vikum og var hann „óhreinn í framan og með mikið skegg“.

Í frétt Sky News segir að læknirinn hafi sýnt sveppatínslumönnunum vegabréf sitt til að sanna hver hann væri og á hann að hafa sagst vera spænskur, heita Carlos og búið þarna frá árinu 1997. „Ég vil ekki lifa á meðal fólks. Nú þegar þið hafið fundið mig verð ég að fara í burtu,“ á Carlos að hafa við mennina.

Læknirinn yfirgaf heimili sitt í Sevilla árið 1995. Hann glímdi við alvarlegt þunglyndi á þeim tíma og virðist á endanum hafa flutt í skóg við Maremma í Toscana-héraði á Ítalíu og dvalið þar síðan.

Maðurinn var lýstur látinn fjórtán árum eftir að hann hvarf þar sem ekkert hafði spurst til hans.

Fjölskylda mannsins reyndi að hafa uppi á honum um helgina eftir að fréttir bárust af fundi sveppatínslumannanna, en Carlos er nú horfinn á nýjan leik.

Amelia, móðir mannsins, segir mikilvægast að vita til þess að sonur sinn sé á lífi. „Við virðum vilja hans og frelsi en við förum ekki fyrr en við höfum hann í aftur í örmum okkar – jafnvel þó það sé í eitt síðasta skipti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×