Erlent

Annar öflugur skjálfti í Chile

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá skjálftanum í september.
Frá skjálftanum í september. vísir/epa
Jarðskjálfti að stærðinni 6,9 varð í nótt undan strönd Chile, tæpum níutíu kílómetrum norðvestur af hafnarborginni Coquimbo. Upptök hans voru á um tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn fannst vel víða um landið, en ekki hafa borist fregnir af skemmdum eða manntjóni. Þá hefur ekki verið talin þörf á að gefa út flóðbylgjuviðvaranir.

Í september síðastliðnum létust fimmtán í öflugum skjálfta á sama svæði, 8,3 að stærð. Ríflega fjögurra metra flóðbylgja reið yfir landið og varð tjónið í Coquimbo umtalsvert. Yfir sextán þúsund þurftu að flýja heimili sín í kjölfarið.

Skjálftinn var sá öflugasti sem mælst hefur á þessu ári, og sá mesti í Chile frá árinu 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×