Erlent

Kynþáttahatari fær dauðadóm

Vísir/EPA
Bandaríski kynþáttahatarinn Frazier Glenn Miller jr, var í nótt dæmdur til dauða fyrir árásir á samkomustaði gyðinga í Kansas á síðasta ári.

Miller myrti þrjá einstaklinga, ungling og afa hans í einni árás og konu á miðjum aldri í annarri árás. Miller, sem er 74 ára,  varði sig sjálfur í réttarhöldunum og þegar dómurinn var kveðinn upp yfir honum kallaði hann "heil Hitler" áður en hann var fjarlægður úr salnum.

Við réttarhöldin kom fram að hann hafi ákveðið að drepa gyðinga vegna þess að þeir væru of valdamiklir í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×