Handbolti

Jafntefli hjá Veszprem án Arons

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Laszlo Nagy skoraði átta mörk fyrir Veszprem í dag.
Laszlo Nagy skoraði átta mörk fyrir Veszprem í dag. Vísir/Getty
Aron Pálmarsson var ekki með liði sínu, Veszprem frá Ungverjalandi, er það tapaði sínu fyrsta stigi í austur-evrópsku SEHA-deildinni í dag. Veszprem gerði þá jafntefli við Vardar Skopje frá Makedóníu, 24-24.

Aron var í eldlínunni með íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Noregi um helgina og fékk því hvíld í dag.

Veszprem hefur unnið alla sína leiki með þó nokkrum yfirburðum til þessa í deildinni en leikurinn gegn sterku liði Vardar var jafn og spennandi. Timur Dibirov jafnaði metin fyrir Vardar þegar mínúta var til leiksloka og Ungverjarnir náðu ekki að skora úr lokasókn sinni.

Dibirov var markahæstur hjá Vardar með sjö mörk en Laszlo Nagy skoraði átta fyrir Veszprem.

Tatran Presov frá Slóavkíu er efst í deildinni með 21 stig eftir átta leiki. Veszprem og Vardar koma næst með nítján stig en Veszprem á einn leik til góða á toppliðið og tvo á Vardar.

Alls tíu lið frá átta löndum í Austur-Evrópu keppa í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×