Völd – og tengsl Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 29. nóvember 2015 09:00 Stundum er eins og fólki þyki óþægilegt að tala um vald, eins og það sé eitthvað neikvætt. Konur tala t.d. frekar um að þær sækist eftir áhrifum en völdum. Fólk tengir vald oft við formleg völd eins og stjórnvöld og lögreglu – en síður við eigin persónulegu tilveru. Vald og valdatengsl á milli einstaklinga og hópa eru lítið rædd almennt. En vald er vitaskuld lykilatriði í lífi okkar. Meðvitund um vald og valdaleysi er nauðsynlegt til að átta sig á orsökum og afleiðingum í flestu sem á daga okkar drífur og sannarlega öll samskipti okkar. Tökum dæmi, með alhæfingardassi, af tveim einstaklingum sem rugla saman reitum. Annar einstaklingurinn er líklegur til að fá félagsmótun og þjálfun í því að sýna frumkvæði, taka áhættu, vera virkur, sýna styrk og alls ekki tjá tilfinningar – því það þykir merki veiklyndis. Þessi einstaklingur hefur margar fyrirmyndir þar sem þessir eiginleikar eru dáðir og hafðir upp til vegs og virðingar og auðvelt er fyrir okkar einstakling að samsama sig við. Í menningarheimi einstaklingsins er ofbeldi normaliserað t.d. í íþróttum og klámi sem nýtur mikilla vinsælda meðal hópverja. Hópurinn er í valdastöðu og meðal aðferða sem hann notar til að viðhalda valdi sínu er að nota grín til að niðurlægja valdaminni hópa. Ef einstaklingur í þessum hópi tileinkar sér ekki þessi viðhorf og hegðun, getur hann átt á hættu að verða úthýst. Þessi hópur hefur alltaf verið með skilgreiningarvaldið og samfélagsmenningin öll litast af hagsmunum hans. Skoðum nú hinn helminginn af þessu tvíeyki okkar. Sá einstaklingur er mótaður og þess vænst af honum að leggja þunga áherslu á útlit sitt – mjög tiltekið útlit – og að eðlilegt og sjálfsagt sé að eyða ómældum tíma og fjármunum í ýmiskonar verk og viðhald á útliti, einstaklingurinn er nefnilega gjarnan skilgreindur út frá útliti sínu frekar en öðrum persónueinkennum. Hógværð, iðjusemi, umhyggja, þjónusta – og valdaleysi eru eiginleikar sem einstaklingum er uppálagt að temja sér. Fyrirmyndir hópsins eru gjarnan bjargarlausar, óvirkar og kynferðislega bjóðandi. Raunar er menningin öll lituð af kynferðislegum táknum (klámvæðingu) og miklar kröfur til þessara einstaklinga að vera kynþokkafullir – en á sama tíma er bannað að vera of virkur kynferðislega – það getur valdið útskúfun. Í sögulegu samhengi er ógjarnan talað um þennan hóp. Ef einstaklingur í þessum hópi „fer upp á dekk“ – sýnir valdatilburði - fær sá hinn sami oft glósur um að vera frekur, yfirgangssamur og stjórnsamur og uppsker jaðarsetningu. Í ljósi þess að kynbundið ofbeldi er faraldur, þá hlýtur að vera rík ástæða til þess að skoða valdatengsl framangreindra hópa, sem leiða af sér að öryggi annars er fórnað fyrir frelsi hins. Það er útilokað að skilja ástæður þess að annar hópurinn býr við mismunun og hinn forréttindi, nema að skoða ólíka félagsmótun og innrætingu í hópunum. Allir þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum – en við munum ekki vinna bug á kynbundnu ofbeldi án þess að skilja orsakir þess. Forréttindablinda, ofbeldismenning og kvenfyrirlitning eru samofin í viðhorf okkar og menningu. Endurskoðun og endurskilgreining á karlmennsku og kvensku er lífsnauðsynleg - skólakerfið gegnir þar lykilhlutverki. Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólki þyki óþægilegt að tala um vald, eins og það sé eitthvað neikvætt. Konur tala t.d. frekar um að þær sækist eftir áhrifum en völdum. Fólk tengir vald oft við formleg völd eins og stjórnvöld og lögreglu – en síður við eigin persónulegu tilveru. Vald og valdatengsl á milli einstaklinga og hópa eru lítið rædd almennt. En vald er vitaskuld lykilatriði í lífi okkar. Meðvitund um vald og valdaleysi er nauðsynlegt til að átta sig á orsökum og afleiðingum í flestu sem á daga okkar drífur og sannarlega öll samskipti okkar. Tökum dæmi, með alhæfingardassi, af tveim einstaklingum sem rugla saman reitum. Annar einstaklingurinn er líklegur til að fá félagsmótun og þjálfun í því að sýna frumkvæði, taka áhættu, vera virkur, sýna styrk og alls ekki tjá tilfinningar – því það þykir merki veiklyndis. Þessi einstaklingur hefur margar fyrirmyndir þar sem þessir eiginleikar eru dáðir og hafðir upp til vegs og virðingar og auðvelt er fyrir okkar einstakling að samsama sig við. Í menningarheimi einstaklingsins er ofbeldi normaliserað t.d. í íþróttum og klámi sem nýtur mikilla vinsælda meðal hópverja. Hópurinn er í valdastöðu og meðal aðferða sem hann notar til að viðhalda valdi sínu er að nota grín til að niðurlægja valdaminni hópa. Ef einstaklingur í þessum hópi tileinkar sér ekki þessi viðhorf og hegðun, getur hann átt á hættu að verða úthýst. Þessi hópur hefur alltaf verið með skilgreiningarvaldið og samfélagsmenningin öll litast af hagsmunum hans. Skoðum nú hinn helminginn af þessu tvíeyki okkar. Sá einstaklingur er mótaður og þess vænst af honum að leggja þunga áherslu á útlit sitt – mjög tiltekið útlit – og að eðlilegt og sjálfsagt sé að eyða ómældum tíma og fjármunum í ýmiskonar verk og viðhald á útliti, einstaklingurinn er nefnilega gjarnan skilgreindur út frá útliti sínu frekar en öðrum persónueinkennum. Hógværð, iðjusemi, umhyggja, þjónusta – og valdaleysi eru eiginleikar sem einstaklingum er uppálagt að temja sér. Fyrirmyndir hópsins eru gjarnan bjargarlausar, óvirkar og kynferðislega bjóðandi. Raunar er menningin öll lituð af kynferðislegum táknum (klámvæðingu) og miklar kröfur til þessara einstaklinga að vera kynþokkafullir – en á sama tíma er bannað að vera of virkur kynferðislega – það getur valdið útskúfun. Í sögulegu samhengi er ógjarnan talað um þennan hóp. Ef einstaklingur í þessum hópi „fer upp á dekk“ – sýnir valdatilburði - fær sá hinn sami oft glósur um að vera frekur, yfirgangssamur og stjórnsamur og uppsker jaðarsetningu. Í ljósi þess að kynbundið ofbeldi er faraldur, þá hlýtur að vera rík ástæða til þess að skoða valdatengsl framangreindra hópa, sem leiða af sér að öryggi annars er fórnað fyrir frelsi hins. Það er útilokað að skilja ástæður þess að annar hópurinn býr við mismunun og hinn forréttindi, nema að skoða ólíka félagsmótun og innrætingu í hópunum. Allir þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum – en við munum ekki vinna bug á kynbundnu ofbeldi án þess að skilja orsakir þess. Forréttindablinda, ofbeldismenning og kvenfyrirlitning eru samofin í viðhorf okkar og menningu. Endurskoðun og endurskilgreining á karlmennsku og kvensku er lífsnauðsynleg - skólakerfið gegnir þar lykilhlutverki. Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar