Félagslegt heilbrigðiskerfi og einkavæðingin Rúnar Vilhjálmsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Á Íslandi hefur verið rekið félagslegt heilbrigðiskerfi allt frá síðari hluta 20. aldar. Um það hefur verið breið samstaða meðal almennings og stjórnmálamanna. Það felur í sér að hið opinbera fjármagni að langmestu leyti heilbrigðisþjónustuna, sjúklingar beri því ýmist lítinn eða engan beinan kostnað af þjónustunni, og að hið opinbera annist sjálft og stýri rekstri helstu rekstrareininga svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og mikilvægrar lýðheilsustarfsemi. Félagsleg heilbrigðiskerfi er einnig að finna annars staðar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi. Á undanförnum árum hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Sú einkavæðing er bæði fjárhagsleg, í formi aukinnar einkafjármögnunar (sjúklingagjalda), og rekstrarleg, með auknum umsvifum einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni. Vandaðar rannsóknir á afleiðingum rekstrarlegrar einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum nágrannalandanna sýna að slíkri einkavæðingu fylgir gjarnan aukinn ójöfnuður í notkun heilbrigðisþjónustunnar, sem á bæði rekstrarlegar, fjárhagslegar og landfræðilegar skýringar. Þá veldur slík einkavæðing gjarnan aukinni áherslu á sjúkdóma á kostnað heilsuverndar og forvarna. Um leið lækkar ekki heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustuna, heldur getur hann þvert á móti aukist, um leið og samhæfing og samfella í heilbrigðisþjónustunni getur raskast. Nú hefur frést að í velferðarráðuneytinu sé unnið að frekari einkavæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu með útboði nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva. Óhætt er að fullyrða að þau áform eru ekki í samræmi við þá breiðu sátt sem ríkt hefur um skipan heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Töflu 1 má sjá niðurstöður úr nýlegri landskönnun Félagsvísindastofnunar meðal Íslendinga, 18 ára og eldri. Þátttakendur voru spurðir um það hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi fyrst og fremst að reka (starfrækja) heilbrigðisþjónustuna, eða hvort heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera.Meirihluti fyrir opinberum rekstri Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) taldi að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skáru sig úr, en jafnvel þar var meirihlutinn fylgjandi því að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í nýrri landskönnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári voru svarendur á ný spurðir nánar út í rekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þar kom í ljós að mestur stuðningur var við opinberan rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila, lýðheilsustarfsemi og tannlækninga barna. Skoðanakannanir meðal Íslendinga og nágrannaþjóða sýna að heilbrigðismálin eru meðal allra mikilvægustu málefna kjósenda fyrir hverjar kosningar. Pólitískt skiptir það því stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka miklu hvernig haldið er á heilbrigðismálunum. Sú vegferð einkavæðingar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem hafin er kann að verða þeim sem að standa pólitískt hættuspil í ljósi þeirra viðhorfa almennings sem að framan er getið. Um leið vakna spurningar um hvort valdheimildir ráðherra heilbrigðismála séu ekki of rúmar í núverandi lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi, því ráðherra getur samkvæmt lögunum gengist fyrir umtalsverðri breytingu á skipan heilbrigðismála án samþykkis Alþingis. Ástæða gæti verið til að endurskoða lögin og takmarka valdheimildir ráðherra þannig að meiriháttar breytingar þurfi að bera undir Alþingi. Tafla 1. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin (starfrækt) af hinu opinbera: Í heild 81,1% Þar af: 18-39 ára 78,8% 40-59 ára 83,7% 60 og eldri 80,7% Konur 82,8% Karlar 79,3% Höfuðborgarsvæði 79,9% Landsbyggð 83,6% Grunnskóli 85,8% Framhaldsskóli 79,4% Háskóli 78,8% Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks 56,4% Stuðningsmenn annarra flokka 82,5% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, apríl 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið rekið félagslegt heilbrigðiskerfi allt frá síðari hluta 20. aldar. Um það hefur verið breið samstaða meðal almennings og stjórnmálamanna. Það felur í sér að hið opinbera fjármagni að langmestu leyti heilbrigðisþjónustuna, sjúklingar beri því ýmist lítinn eða engan beinan kostnað af þjónustunni, og að hið opinbera annist sjálft og stýri rekstri helstu rekstrareininga svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og mikilvægrar lýðheilsustarfsemi. Félagsleg heilbrigðiskerfi er einnig að finna annars staðar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi. Á undanförnum árum hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Sú einkavæðing er bæði fjárhagsleg, í formi aukinnar einkafjármögnunar (sjúklingagjalda), og rekstrarleg, með auknum umsvifum einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni. Vandaðar rannsóknir á afleiðingum rekstrarlegrar einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum nágrannalandanna sýna að slíkri einkavæðingu fylgir gjarnan aukinn ójöfnuður í notkun heilbrigðisþjónustunnar, sem á bæði rekstrarlegar, fjárhagslegar og landfræðilegar skýringar. Þá veldur slík einkavæðing gjarnan aukinni áherslu á sjúkdóma á kostnað heilsuverndar og forvarna. Um leið lækkar ekki heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustuna, heldur getur hann þvert á móti aukist, um leið og samhæfing og samfella í heilbrigðisþjónustunni getur raskast. Nú hefur frést að í velferðarráðuneytinu sé unnið að frekari einkavæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu með útboði nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva. Óhætt er að fullyrða að þau áform eru ekki í samræmi við þá breiðu sátt sem ríkt hefur um skipan heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Töflu 1 má sjá niðurstöður úr nýlegri landskönnun Félagsvísindastofnunar meðal Íslendinga, 18 ára og eldri. Þátttakendur voru spurðir um það hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi fyrst og fremst að reka (starfrækja) heilbrigðisþjónustuna, eða hvort heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera.Meirihluti fyrir opinberum rekstri Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) taldi að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skáru sig úr, en jafnvel þar var meirihlutinn fylgjandi því að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í nýrri landskönnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári voru svarendur á ný spurðir nánar út í rekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þar kom í ljós að mestur stuðningur var við opinberan rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila, lýðheilsustarfsemi og tannlækninga barna. Skoðanakannanir meðal Íslendinga og nágrannaþjóða sýna að heilbrigðismálin eru meðal allra mikilvægustu málefna kjósenda fyrir hverjar kosningar. Pólitískt skiptir það því stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka miklu hvernig haldið er á heilbrigðismálunum. Sú vegferð einkavæðingar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem hafin er kann að verða þeim sem að standa pólitískt hættuspil í ljósi þeirra viðhorfa almennings sem að framan er getið. Um leið vakna spurningar um hvort valdheimildir ráðherra heilbrigðismála séu ekki of rúmar í núverandi lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi, því ráðherra getur samkvæmt lögunum gengist fyrir umtalsverðri breytingu á skipan heilbrigðismála án samþykkis Alþingis. Ástæða gæti verið til að endurskoða lögin og takmarka valdheimildir ráðherra þannig að meiriháttar breytingar þurfi að bera undir Alþingi. Tafla 1. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin (starfrækt) af hinu opinbera: Í heild 81,1% Þar af: 18-39 ára 78,8% 40-59 ára 83,7% 60 og eldri 80,7% Konur 82,8% Karlar 79,3% Höfuðborgarsvæði 79,9% Landsbyggð 83,6% Grunnskóli 85,8% Framhaldsskóli 79,4% Háskóli 78,8% Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks 56,4% Stuðningsmenn annarra flokka 82,5% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, apríl 2013.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun