Búvörusamningar í nýju ljósi Ari Teitsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Vinna er hafin við nýja búvörusamninga til langs tíma, sem ætlað er að verða mun víðtækari en fyrri samningar og ná til flestra greina landbúnaðarins. Slíkir samningar hljóta að taka mið af breyttum þörfum og hagsmunum í þjóðfélaginu og því virðist þurfa að endurskilgreina þarfir og markmið búvöruframleiðslu í ljósi breytinga á tekjustreymi og atvinnuháttum vegna fjölgunar ferðamanna. Ferðaþjónusta er nú talin sú atvinnugrein sem mestu skilar þjóðarbúinu og líkur taldar á að margfalda megi tekjur af henni. Því hlýtur sífellt að þurfa að meta þarfir greinarinnar og styrkja undirstöður hennar eftir föngum. Í athyglisverðri grein sem Þóroddur Þóroddsson jarðfræðingur ritar í Mýfluguna, staðarblað Mývetninga, segir hann m.a: „Gestur frá Bandaríkjunum hafði á orði hvað það væri notalegt að fara um og sjá að búskapur er enn til staðar við hlið þjónustusvæða fyrir ferðamenn, Vogar og Skútustaðir og sagði það vera grundvallaratriði í sínum huga að svo yrði áfram. Upplifun í ferð um sveitina snerist ekki aðeins um að skoða náttúruperlur heldur einnig um að þar væri eðlilegt mannlíf og óheft búfé á beit sem hægt væri að nálgast, a.m.k. með myndavélinni. „Gætið þess að sveitin verði ekki undirlögð af hótelum, hún á að vera notalegur viðkomustaður gesta.“ Greinina í heild má finna á slóðinni https://www.641.is/wp-content/uploads/2012/08/M%C3%BDflugan-34-tbl-9-sept-2015.pdf. Augljóst virðist að hluti af þeirri norrænu ásýnd sem laða mun ferðamenn hingað á komandi árum er lífið í landinu, ekki síst sjáanlegur landbúnaður hringinn í kringum landið og holl og hrein íslensk matvæli, gjarnan upprunamerkt sem næst neyslustað. Gangi spár um mögulegar framtíðartekjur af ferðaþjónustu eftir má nokkru kosta til að landið verði áfram eftirsóknarvert fyrir ferðamenn og þá er ef til vill ekki nóg að horfa til aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum og umbóta á vegakerfi. Huga þarf að fleiru, jafnvel þróun landbúnaðar. Gæti ekki verið hagkvæmt og skynsamlegt að vernda sem flest íslensk fjölskyldubú og tryggja með því lifandi ásýnd landsins og fjölbreytt matvælaframboð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Vinna er hafin við nýja búvörusamninga til langs tíma, sem ætlað er að verða mun víðtækari en fyrri samningar og ná til flestra greina landbúnaðarins. Slíkir samningar hljóta að taka mið af breyttum þörfum og hagsmunum í þjóðfélaginu og því virðist þurfa að endurskilgreina þarfir og markmið búvöruframleiðslu í ljósi breytinga á tekjustreymi og atvinnuháttum vegna fjölgunar ferðamanna. Ferðaþjónusta er nú talin sú atvinnugrein sem mestu skilar þjóðarbúinu og líkur taldar á að margfalda megi tekjur af henni. Því hlýtur sífellt að þurfa að meta þarfir greinarinnar og styrkja undirstöður hennar eftir föngum. Í athyglisverðri grein sem Þóroddur Þóroddsson jarðfræðingur ritar í Mýfluguna, staðarblað Mývetninga, segir hann m.a: „Gestur frá Bandaríkjunum hafði á orði hvað það væri notalegt að fara um og sjá að búskapur er enn til staðar við hlið þjónustusvæða fyrir ferðamenn, Vogar og Skútustaðir og sagði það vera grundvallaratriði í sínum huga að svo yrði áfram. Upplifun í ferð um sveitina snerist ekki aðeins um að skoða náttúruperlur heldur einnig um að þar væri eðlilegt mannlíf og óheft búfé á beit sem hægt væri að nálgast, a.m.k. með myndavélinni. „Gætið þess að sveitin verði ekki undirlögð af hótelum, hún á að vera notalegur viðkomustaður gesta.“ Greinina í heild má finna á slóðinni https://www.641.is/wp-content/uploads/2012/08/M%C3%BDflugan-34-tbl-9-sept-2015.pdf. Augljóst virðist að hluti af þeirri norrænu ásýnd sem laða mun ferðamenn hingað á komandi árum er lífið í landinu, ekki síst sjáanlegur landbúnaður hringinn í kringum landið og holl og hrein íslensk matvæli, gjarnan upprunamerkt sem næst neyslustað. Gangi spár um mögulegar framtíðartekjur af ferðaþjónustu eftir má nokkru kosta til að landið verði áfram eftirsóknarvert fyrir ferðamenn og þá er ef til vill ekki nóg að horfa til aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum og umbóta á vegakerfi. Huga þarf að fleiru, jafnvel þróun landbúnaðar. Gæti ekki verið hagkvæmt og skynsamlegt að vernda sem flest íslensk fjölskyldubú og tryggja með því lifandi ásýnd landsins og fjölbreytt matvælaframboð?
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar