Hæfileikarækt gegn hryðjuverkum: Hvernig er aukin lýðræðisþátttaka ungmenna tryggð? Ásta Lovísa Arnórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 14:38 Seinastliðin ár hefur sá myrki veruleiki blasið við Vesturlöndunum að kosningarþátttaka ungmenna hefur tekið mjög krappa dýfu sem að virðist ekki enn vera á enda komin . Á sama tíma virðist svo vera að eina þátttaka sem færst hefur í aukanna sé þátttaka í öfgasamtökum , sama hvar hún fellur á pólitískum og trúarlegum skala. Miklar og þarfar umræður hafa vaknað sem afleiðing af því um hvernig sé hægt að vekja meiri áhuga á lýðræðislegum kosningum hjá ungu fólki. Ein af hugmyndunum sem skýtur hvað oftast upp kollinum er sú að hvetja þurfi ungmenni til aukinnar aðildar í frjálsum félagasamtökum og sjálfboðavinnu en mikil tengsl eru milli slíkrar þátttöku og kosningarþátttöku. Þrátt fyrir þetta hefur það hinsvegar reynst þrautinni þyngri að fá ungt fólk til að taka meiri þátt í þessu samtakastarfi. Þann 21.-24. september tók Landsamband æskulýðsfélaga (LÆF) þátt í þriðju og seinustu vinnustofunni af þremur með öðrum evrópskum landssamböndum og frjálsum félagssamtökum. Markmiðið var að koma með tillögur til Evrópuþings um löggjöf á Evrópuskala til þess að hvetja ungt fólk til meiri þátttöku í sjálfboðaliða- og félagssamtakastörfum. Skýrt kom fram að erfitt sé fyrir evrópsk ungmenni að samtvinna nám og þátttöku í þverpólitískum samtökum. Séu þau viljug til þess að taka þátt kemur sú þátttaka oftast niður á námsframmistöð þeirra. Ástæðan er vegna þess að þessi þátttaka er til einskis metin þegar að kemur að námsframmistöðu. Til þess að bregðast við þessu vandamáli vann LÆF að tillögu sem felst í því að þátttaka í þverpólitískum samtökum verði metin inn í formlegt menntakerfi á Evrópuskalanum . Þannig munu nemendur hafa meiri hvata til þátttöku. Tillagan stingur einnig upp á sérstöku kerfi til að auðvelda menntastofnunum á lands- og Evrópuvísu að innleiða námsmatið. Það er von LÆF að ef þessi löggjöf nái fram að ganga og að ungmenni sjái hag sinn í því að taka þátt í samfélagi, bæði í félagssamtökum og sem kjósendur. Með þessu sköpum við virkara og samtvinnaðra samfélag. Ef atburðir síðasliðna vikna hafa kennt okkur sitthvað, liggur í augum uppi að hatri er ekki svarað með hatri. Þá er brýnt að virkja ungt fólk, eitt verðmætasta afl samfélagsins, hvetja þau til lýðræðislegrar þátttöku og efla fræðslu um fjölmenningu og margbreytileika. Það þarf að telja í þau trú um að með virkni innan félagasamtaka geti þau haft áhrif og breytt og bætt samfélaginu til hins betra. Því að þegar öllu er á botninn hvolft er forsenda þátttöku það, að hún sé metin að verðleikum með viðeigandi umbun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Seinastliðin ár hefur sá myrki veruleiki blasið við Vesturlöndunum að kosningarþátttaka ungmenna hefur tekið mjög krappa dýfu sem að virðist ekki enn vera á enda komin . Á sama tíma virðist svo vera að eina þátttaka sem færst hefur í aukanna sé þátttaka í öfgasamtökum , sama hvar hún fellur á pólitískum og trúarlegum skala. Miklar og þarfar umræður hafa vaknað sem afleiðing af því um hvernig sé hægt að vekja meiri áhuga á lýðræðislegum kosningum hjá ungu fólki. Ein af hugmyndunum sem skýtur hvað oftast upp kollinum er sú að hvetja þurfi ungmenni til aukinnar aðildar í frjálsum félagasamtökum og sjálfboðavinnu en mikil tengsl eru milli slíkrar þátttöku og kosningarþátttöku. Þrátt fyrir þetta hefur það hinsvegar reynst þrautinni þyngri að fá ungt fólk til að taka meiri þátt í þessu samtakastarfi. Þann 21.-24. september tók Landsamband æskulýðsfélaga (LÆF) þátt í þriðju og seinustu vinnustofunni af þremur með öðrum evrópskum landssamböndum og frjálsum félagssamtökum. Markmiðið var að koma með tillögur til Evrópuþings um löggjöf á Evrópuskala til þess að hvetja ungt fólk til meiri þátttöku í sjálfboðaliða- og félagssamtakastörfum. Skýrt kom fram að erfitt sé fyrir evrópsk ungmenni að samtvinna nám og þátttöku í þverpólitískum samtökum. Séu þau viljug til þess að taka þátt kemur sú þátttaka oftast niður á námsframmistöð þeirra. Ástæðan er vegna þess að þessi þátttaka er til einskis metin þegar að kemur að námsframmistöðu. Til þess að bregðast við þessu vandamáli vann LÆF að tillögu sem felst í því að þátttaka í þverpólitískum samtökum verði metin inn í formlegt menntakerfi á Evrópuskalanum . Þannig munu nemendur hafa meiri hvata til þátttöku. Tillagan stingur einnig upp á sérstöku kerfi til að auðvelda menntastofnunum á lands- og Evrópuvísu að innleiða námsmatið. Það er von LÆF að ef þessi löggjöf nái fram að ganga og að ungmenni sjái hag sinn í því að taka þátt í samfélagi, bæði í félagssamtökum og sem kjósendur. Með þessu sköpum við virkara og samtvinnaðra samfélag. Ef atburðir síðasliðna vikna hafa kennt okkur sitthvað, liggur í augum uppi að hatri er ekki svarað með hatri. Þá er brýnt að virkja ungt fólk, eitt verðmætasta afl samfélagsins, hvetja þau til lýðræðislegrar þátttöku og efla fræðslu um fjölmenningu og margbreytileika. Það þarf að telja í þau trú um að með virkni innan félagasamtaka geti þau haft áhrif og breytt og bætt samfélaginu til hins betra. Því að þegar öllu er á botninn hvolft er forsenda þátttöku það, að hún sé metin að verðleikum með viðeigandi umbun.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar