Tónlistarnám fyrir rétti Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Föstudaginn 13. nóvember féll dómur í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík og stéttarfélög tónlistarmanna stóðu sameinuð að málsókninni með Tónlistarskólanum því um er að ræða mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíð tónlistarmenntunar á Íslandi. Tónlistarskólinn reyndi að fá viðurkennt með dómi að Reykjavíkurborg bæri greiðsluskyldu vegna kennslu á framhaldsstigi í tónlist en eins og mönnum er kunnugt um hætti Reykjavíkurborg að styðja við framhaldsnám í tónlist í kjölfarið á samkomulagi um eflingu tónlistarnáms sem gert var milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2011. Reykjavíkurborg var sýknuð í Héraðsdómi í málinu og var niðurstaða dómsins sú að „Ekki verði séð að lög leggi honum (Reykjavíkurborg) á herðar skyldu til að veita fjármunum til tónlistarskóla, þó hann hafi gert það um árabil“.Reykjavík ber ábyrgð á framhaldsmenntun í tónlist Þrátt fyrir það staðfestir dómurinn með ótvíræðum hætti að tónlistarnám á öllum skólastigum (upp að háskólanámi) sé á ábyrgð sveitarfélaganna og að ríkið beri ekki skyldu til þess að fjármagna tónlistarnám á framhaldsstigi eins og Reykjavíkurborg hefur haldið fram síðustu fjögur ár. Dómurinn staðfestir jafnframt að sú aðferð Reykjavíkurborgar að binda framlög til kennslu á framhaldsstigi í tónlist við framlag ríkisins í gegn um jöfnunarsjóð sé í engu samræmi við lögin um fjárstuðning við tónlistarskóla. Málsvörn borgarlögmanns við réttarhöldin var sú að Reykjavík bæri enga skyldu til þess að reka tónlistarskóla og hún gæti tekið einhliða ákvarðanir um það hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt lagði borgin áherslu á það að hún gæti sett sér einhliða reglur um hvaða nemendur eru studdir til tónlistarnáms og hverjir ekki. Að hún geti forgangsraðað nemendum að vild, eftir búsetu, aldri, hljóðfærum eða hvaða öðrum mælikvörðum sem hún setur sér. Eftir réttarhöldin er því orðið ljóst að það er Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á tónlistarnámi á framhaldsstigi í Reykjavík og ekki þýðir að vísa ábyrgðinni til ríkisins. Enn fremur er skýrt að Reykjavíkurborg hætti að styðja við framhaldsnám í tónlist í borginni þó henni væri ljóst að ríkið var ekki að yfirtaka ábyrgð á því námsstigi með samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms frá 2011.Hvenær ákvað Reykjavík að hætta að styrkja framhaldsnám í tónlist? Eftir stendur spurningin hvenær og með hvaða hætti var sú ákvörðun tekin hjá Reykjavíkurborg að hætta að styðja við kennslu á framhaldsstigi í Reykjavík en engar færslur eru um það í fundargerðum borgarráðs. Skólarnir voru ekki látnir vita með formlegum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Enn fremur þarf Reykjavíkurborg að svara þeirri spurningu hvernig borgin ætlar að haga framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík í framtíðinni. Þeir skólar sem hafa menntað íslenskt tónlistarfólk í gegn um tíðina standa í ljósum logum og algjör óvissa ríkir um framtíðina. Hvernig mun Reykjavík bregðast við ef ríkið ákveður að draga stuðning við tónlistarkennslu á framhaldsstigi til baka, en samkomulagið við ríkið um eflingu tónlistarnáms rennur út um næstu áramót? Það er ástæða að taka fram að þessar ákvarðanir voru teknar án þess að hafa nokkuð samráð við skólana eða fagaðila. Samkomulagið um eflingu tónlistarnáms var einnig gert án þess að nokkuð samráð væri haft við skólana, en þar voru ríki og sveitarfélög að semja um starfsemi þeirra og fjármögnun án þess að þeir hefðu nokkra aðkomu að samningunum. Það er lykilatriði í framtíðarstefnumótun tónlistarkennslu að hún sé unnin í góðu samstarfi við skólana og þá fagaðila sem hafa yfirsýn yfir þarfir nemenda og samfélagsins. Þær ógöngur sem tónlistarnám í Reykjavík hefur ratað í má rekja til ákvarðana stjórnmálamanna sem teknar eru af óyfirlögðu ráði og án þess að gera sér grein fyrir þeim víðtæku afleiðingum á íslenskt tónlistarlíf sem þær hafa í för með sér.Óviss framtíð Niðurstaða dómsins að sveitarfélögum sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarskóla er háttað setur framtíð tónlistarnáms á Íslandi í uppnám og rekstraröryggi skólanna er ekkert. Það er líklegt að dómurinn muni hafa fordæmisgildi og það gæti þýtt að í kjölfarið hætti fleiri sveitarfélög að leggja fjármagn í framhaldsmenntun í tónlist. Þetta gæti haft veruleg áhrif á tónlistarskóla um allt land og tónlistarmenntun í landinu. Ég hvet borgaryfirvöld til þess að skýra stefnu sína í málefnum tónlistarkennslu á framhaldsstigi, taka ábyrgð á tónlistarskólunum og vinna að því að áfram verði hægt að halda uppi öflugu námi á framhaldsstigi í tónlist í Reykjavík hvort sem það verður með kostnaðarþátttöku ríkisins eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Föstudaginn 13. nóvember féll dómur í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík og stéttarfélög tónlistarmanna stóðu sameinuð að málsókninni með Tónlistarskólanum því um er að ræða mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíð tónlistarmenntunar á Íslandi. Tónlistarskólinn reyndi að fá viðurkennt með dómi að Reykjavíkurborg bæri greiðsluskyldu vegna kennslu á framhaldsstigi í tónlist en eins og mönnum er kunnugt um hætti Reykjavíkurborg að styðja við framhaldsnám í tónlist í kjölfarið á samkomulagi um eflingu tónlistarnáms sem gert var milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2011. Reykjavíkurborg var sýknuð í Héraðsdómi í málinu og var niðurstaða dómsins sú að „Ekki verði séð að lög leggi honum (Reykjavíkurborg) á herðar skyldu til að veita fjármunum til tónlistarskóla, þó hann hafi gert það um árabil“.Reykjavík ber ábyrgð á framhaldsmenntun í tónlist Þrátt fyrir það staðfestir dómurinn með ótvíræðum hætti að tónlistarnám á öllum skólastigum (upp að háskólanámi) sé á ábyrgð sveitarfélaganna og að ríkið beri ekki skyldu til þess að fjármagna tónlistarnám á framhaldsstigi eins og Reykjavíkurborg hefur haldið fram síðustu fjögur ár. Dómurinn staðfestir jafnframt að sú aðferð Reykjavíkurborgar að binda framlög til kennslu á framhaldsstigi í tónlist við framlag ríkisins í gegn um jöfnunarsjóð sé í engu samræmi við lögin um fjárstuðning við tónlistarskóla. Málsvörn borgarlögmanns við réttarhöldin var sú að Reykjavík bæri enga skyldu til þess að reka tónlistarskóla og hún gæti tekið einhliða ákvarðanir um það hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt lagði borgin áherslu á það að hún gæti sett sér einhliða reglur um hvaða nemendur eru studdir til tónlistarnáms og hverjir ekki. Að hún geti forgangsraðað nemendum að vild, eftir búsetu, aldri, hljóðfærum eða hvaða öðrum mælikvörðum sem hún setur sér. Eftir réttarhöldin er því orðið ljóst að það er Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á tónlistarnámi á framhaldsstigi í Reykjavík og ekki þýðir að vísa ábyrgðinni til ríkisins. Enn fremur er skýrt að Reykjavíkurborg hætti að styðja við framhaldsnám í tónlist í borginni þó henni væri ljóst að ríkið var ekki að yfirtaka ábyrgð á því námsstigi með samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms frá 2011.Hvenær ákvað Reykjavík að hætta að styrkja framhaldsnám í tónlist? Eftir stendur spurningin hvenær og með hvaða hætti var sú ákvörðun tekin hjá Reykjavíkurborg að hætta að styðja við kennslu á framhaldsstigi í Reykjavík en engar færslur eru um það í fundargerðum borgarráðs. Skólarnir voru ekki látnir vita með formlegum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Enn fremur þarf Reykjavíkurborg að svara þeirri spurningu hvernig borgin ætlar að haga framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík í framtíðinni. Þeir skólar sem hafa menntað íslenskt tónlistarfólk í gegn um tíðina standa í ljósum logum og algjör óvissa ríkir um framtíðina. Hvernig mun Reykjavík bregðast við ef ríkið ákveður að draga stuðning við tónlistarkennslu á framhaldsstigi til baka, en samkomulagið við ríkið um eflingu tónlistarnáms rennur út um næstu áramót? Það er ástæða að taka fram að þessar ákvarðanir voru teknar án þess að hafa nokkuð samráð við skólana eða fagaðila. Samkomulagið um eflingu tónlistarnáms var einnig gert án þess að nokkuð samráð væri haft við skólana, en þar voru ríki og sveitarfélög að semja um starfsemi þeirra og fjármögnun án þess að þeir hefðu nokkra aðkomu að samningunum. Það er lykilatriði í framtíðarstefnumótun tónlistarkennslu að hún sé unnin í góðu samstarfi við skólana og þá fagaðila sem hafa yfirsýn yfir þarfir nemenda og samfélagsins. Þær ógöngur sem tónlistarnám í Reykjavík hefur ratað í má rekja til ákvarðana stjórnmálamanna sem teknar eru af óyfirlögðu ráði og án þess að gera sér grein fyrir þeim víðtæku afleiðingum á íslenskt tónlistarlíf sem þær hafa í för með sér.Óviss framtíð Niðurstaða dómsins að sveitarfélögum sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarskóla er háttað setur framtíð tónlistarnáms á Íslandi í uppnám og rekstraröryggi skólanna er ekkert. Það er líklegt að dómurinn muni hafa fordæmisgildi og það gæti þýtt að í kjölfarið hætti fleiri sveitarfélög að leggja fjármagn í framhaldsmenntun í tónlist. Þetta gæti haft veruleg áhrif á tónlistarskóla um allt land og tónlistarmenntun í landinu. Ég hvet borgaryfirvöld til þess að skýra stefnu sína í málefnum tónlistarkennslu á framhaldsstigi, taka ábyrgð á tónlistarskólunum og vinna að því að áfram verði hægt að halda uppi öflugu námi á framhaldsstigi í tónlist í Reykjavík hvort sem það verður með kostnaðarþátttöku ríkisins eða ekki.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar