Handbolti

Jallouz framlengdi við Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jallouz í leik með Börsungum.
Jallouz í leik með Börsungum. vísir/getty
Túnisbúinn Wael Jallouz er loksins að ná sér á strik og hefur nú fengið nýjan samning hjá Barcelona til ársins 2018.

Hann var eitt sinn talinn vera efnilegast leikmaður heims. Alfreð Gíslason tók hann til Kiel en þar náði Túnisbúinn ekki að standa undir væntingum.

Barcelona var til í að veðja á hann. Fékk hann fyrir síðasta tímabil en hann gerði lítið annað en að horfa á frá bekknum síðasta vetur.

Það stefndi í að það yrði álíka mikið að gera hjá honum framan af vetri núna en meiðsli Filip Jicha hafa gert það að verkum að hann fékk almennilegt tækifæri.

Það hefur hann nýtt með glans og raðað inn mörkum síðustu vikur. Strákurinn er orðinn 24 ára gamall og loksins farinn að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×