Sorrý Villi Hanna Eiríksdóttir skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Nýlega lét Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur þau orð falla í sjónvarpsþætti að umræðan um kynferðisbrotamál væri, á köflum, alltof mikil hér á landi. Er slæmt að tala um Jyoti Singh sem var hópnauðgað, barin og misþyrmt af fimm karlmönnum í strætó í desember 2012 á Indlandi af því að hún vogaði sér að fara í bíó að kvöldi til ásamt vini sínum? Morðingjum hennar fannst hún eiga það skilið að vera misþyrmt og drepin fyrir það eitt að vera úti um kvöld í fylgd karlmanns. Megum við ekki tala um hina kanadísku Rehtaeh Parson sem framdi sjálfsmorð aðeins 17 ára gömul eftir að skólafélagi hennar birti myndband af henni á netinu sem sýndi þegar henni var hópnauðgað af skólafélögum sínum? Á Íslandi er líklegra að stúlka í 10. bekk hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni heldur en að hún reyki og samkvæmt nýlegum rannsóknum hafa í kringum 24-28 þúsund íslenskar konur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Aðeins var sakfellt í 12 prósent tilkynntra kynferðisbrotamála frá árunum 2008-2009. Þá erum við ekki að tala um þau óteljandi brot sem aldrei eru tilkynnt til lögreglu. Er hugsanlega óþarfi að vekja athygli á ofbeldismálum þar sem við búum í því landi þar sem ríkir mesta kynjajafnréttið í öllum heiminum sjöunda árið í röð samkvæmt World Economic Forum? Öll ríki heimsins glíma við sama vandamálið. Morðið á Jyoti Singh var kornið sem fyllti mælinn á Indlandi. Í kjölfarið krafðist almenningur nauðsynlegra umbóta á löggjöf og aukinnar umræðu. Hið sama hefur átt sér stað hér á landi. Aukið upplýsingaflæði og byltingar á samfélagsmiðlum hafa þar spilað stórt hlutverk. Þar hefur opnast ný gátt fyrir mikilvægar raddir sem áður fengu ekki hljómgrunn. Með því að afhjúpa ofbeldið áttum við okkur frekar á umfangi þess sem gerir okkur kleift að bregðast rétt við. Það er á ábyrgð okkar allra að búa til samfélag þar sem konur þurfa ekki að bera harm sinn í hljóði og geta óhræddar tilkynnt ofbeldi til lögreglunnar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er ofbeldi gegn konum og stúlkum skilgreint sem mannréttindabrot. Mannréttindabrot af þeim toga eru svo útbreitt vandamál að oft er talað um heimsfaraldur. Ofbeldið á sér stað í öllum heimshlutum; inni á heimilum, á almannasvæðum sem og í stríði og á átakasvæðum. Ofbeldi gegn konum og stúlkum viðheldur sögulegu ójafnrétti kynjanna og hefur víðtæk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- og félagslegu tilliti. Samt sem áður er þetta sá málaflokkur sem fær litla athygli og fjármagn af skornum skammti. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er ekki óumflýjanlegt ástand. Hins vegar þarf pólitískan vilja, fjárveitingu og ekki síst fræðslu sem stuðlar, þegar öllu er á botninn hvolft, að hugarfarsbreytingu. Okkar helsta verkefni í þessari baráttu er að knýja fram hugarfarsbreytingu og skapa þar með samfélög þar sem þöggun er ekki í boði. Opinská umræða um ofbeldi er sterkasta vopnið í þessari mikilvægu mannréttindabaráttu. Sorrý Villi.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Nýlega lét Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur þau orð falla í sjónvarpsþætti að umræðan um kynferðisbrotamál væri, á köflum, alltof mikil hér á landi. Er slæmt að tala um Jyoti Singh sem var hópnauðgað, barin og misþyrmt af fimm karlmönnum í strætó í desember 2012 á Indlandi af því að hún vogaði sér að fara í bíó að kvöldi til ásamt vini sínum? Morðingjum hennar fannst hún eiga það skilið að vera misþyrmt og drepin fyrir það eitt að vera úti um kvöld í fylgd karlmanns. Megum við ekki tala um hina kanadísku Rehtaeh Parson sem framdi sjálfsmorð aðeins 17 ára gömul eftir að skólafélagi hennar birti myndband af henni á netinu sem sýndi þegar henni var hópnauðgað af skólafélögum sínum? Á Íslandi er líklegra að stúlka í 10. bekk hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni heldur en að hún reyki og samkvæmt nýlegum rannsóknum hafa í kringum 24-28 þúsund íslenskar konur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Aðeins var sakfellt í 12 prósent tilkynntra kynferðisbrotamála frá árunum 2008-2009. Þá erum við ekki að tala um þau óteljandi brot sem aldrei eru tilkynnt til lögreglu. Er hugsanlega óþarfi að vekja athygli á ofbeldismálum þar sem við búum í því landi þar sem ríkir mesta kynjajafnréttið í öllum heiminum sjöunda árið í röð samkvæmt World Economic Forum? Öll ríki heimsins glíma við sama vandamálið. Morðið á Jyoti Singh var kornið sem fyllti mælinn á Indlandi. Í kjölfarið krafðist almenningur nauðsynlegra umbóta á löggjöf og aukinnar umræðu. Hið sama hefur átt sér stað hér á landi. Aukið upplýsingaflæði og byltingar á samfélagsmiðlum hafa þar spilað stórt hlutverk. Þar hefur opnast ný gátt fyrir mikilvægar raddir sem áður fengu ekki hljómgrunn. Með því að afhjúpa ofbeldið áttum við okkur frekar á umfangi þess sem gerir okkur kleift að bregðast rétt við. Það er á ábyrgð okkar allra að búa til samfélag þar sem konur þurfa ekki að bera harm sinn í hljóði og geta óhræddar tilkynnt ofbeldi til lögreglunnar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er ofbeldi gegn konum og stúlkum skilgreint sem mannréttindabrot. Mannréttindabrot af þeim toga eru svo útbreitt vandamál að oft er talað um heimsfaraldur. Ofbeldið á sér stað í öllum heimshlutum; inni á heimilum, á almannasvæðum sem og í stríði og á átakasvæðum. Ofbeldi gegn konum og stúlkum viðheldur sögulegu ójafnrétti kynjanna og hefur víðtæk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- og félagslegu tilliti. Samt sem áður er þetta sá málaflokkur sem fær litla athygli og fjármagn af skornum skammti. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er ekki óumflýjanlegt ástand. Hins vegar þarf pólitískan vilja, fjárveitingu og ekki síst fræðslu sem stuðlar, þegar öllu er á botninn hvolft, að hugarfarsbreytingu. Okkar helsta verkefni í þessari baráttu er að knýja fram hugarfarsbreytingu og skapa þar með samfélög þar sem þöggun er ekki í boði. Opinská umræða um ofbeldi er sterkasta vopnið í þessari mikilvægu mannréttindabaráttu. Sorrý Villi.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar