Erlent

Vinsældir Obama dvína í kjölfar hryðjuverkanna í París

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Obama í ræðupúlti í Kuala Lumpur á sunnudag.
Obama í ræðupúlti í Kuala Lumpur á sunnudag. vísir/Getty

Vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta minnka um 5 prósentustig milli mánaða og nýtur hann nú stuðnings innan við helmings landa sinna.

Könnunin, sem Washington Post og ABC-fréttastofan stóðu að, var framkvæmd dagana 16. til 19. nóvember í kjölfar hryðjuverkanna í París þar sem 130 manns féllu.

Um 46 prósent Bandaríkjamanna styðja nú Obama en 50 prósent gera það ekki. Hann naut 51 prósent stuðnings í sömu könnun fyrir mánuði síðan.

Þetta er í sjötta sinn sem vinsældir Obama minnka um 5 prósentustig eða meira milli mánaða. Alls hafa ABC og Washington Post framkvæmt 67 sambærilegar kannanir á vinsældum forsetans. 

Þá segjast 54 prósent aðspurðra vera andsnúnir því hvernig Obama hefur tekið á hryðjuverkum sem er 9 prósentustigum meira en í janúar síðastliðnum. Þá segjast 57 prósent vera ósammála því hvernig Bandaríkjaforseti hefur meðhöndlað ógnina sem stafar af meðlimum Íslamska ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×