Listaverk og fornmunir í hættu Svavar Hávarðsson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Ólöf K. Sigurðardóttir Ómetanleg listaverk, skjöl, fornmunir og annar safnkostur er geymdur á því svæði í miðborg Reykjavíkur þar sem hættast er við skemmdum við stórt sjávarflóð. Þar á meðal eru 3.000 listaverk í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og fornmunir sem eru hluti af Landnámssýningunni 871±2 í Aðalstræti. Þetta kemur fram í skýrslu um flóðavarnir fyrir Kvosina sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingar Íslands og ýmis fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta í Reykjavík. Þekkt er að í Kvosinni í Reykjavík og á svæðinu sunnan Tjarnarinnar er sérstaklega hætt við flóðum vegna landfræðilegra aðstæðna. Á þessu svæði eru margar mikilvægar byggingar, svo sem Alþingishúsið, Ráðhúsið, Stjórnarráðið, Seðlabankinn og Norræna húsið. Skemmdir á innviðum, aðallega rafkerfum, og vatnsskemmdir á þeim 140 byggingum og innanstokksmunum þeirra sem flóðið gæti náð til yrðu tilfinnanlegar – 300 til þúsund milljónir. Hins vegar er verðmæti sem ekki verða endurheimt víða að finna; listaverk, antíkmuni, fornmuni og skjalasöfn sem ekki eru til afrit af. Lausleg athugun skýrsluhöfunda leiddi til dæmis í ljós að í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur er geymdur langstærsti hluti 30 ára réttarsögu dómstólsins, og ekki er til afrit af megninu af skjalasafninu. Í kjallara Seðlabankans eru geymdar höggmyndir og í húsi Tollstjóra við Tryggvagötu ýmis skjöl, en verðmæti þeirra hefur ekki verið metið. Um 3.000 listaverk eru í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, einnig við Tryggvagötu. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að þau listaverk sem geymd eru á jarðhæð Hafnarhússins séu verk eftir Erró, og samtímaverk. Þar eru ekki geymd verk gömlu meistaranna eins og Jóhannesar Kjarval, Ásmundar Sveinssonar og fleiri. Verk þeirra eru öll annars staðar í geymslum Listasafnsins. „Það hafa verið gerðar ráðstafanir til að gera geymslur í Hafnarhúsinu vatnsþéttar en fari miðborgin undir vatn þá munu þær ekki halda frekar en aðrar á þessu svæði,“ segir Ólöf og bætir við að alltaf sé tækifæri til að flytja safnkostinn á öruggan stað.Mörg þeirra verka sem eru í geymslum Hafnarhússins eru eftir Erró auk samtímaverka. fréttablaðið/antonNiðurstöður skýrslunnar séu hins vegar umhugsunarefni þó að viðbragðsáætlanir séu til í safninu fyrir margs konar aðstæður sem komið geta upp. Skýrslan er nú til skoðunar hjá yfirvöldum í Reykjavík og Ólöf býst fastlega við að borgaryfirvöld bregðist við og það nái til listasafnsins sem annarra stofnana á vegum borgarinnar. Landnámssýningin í Aðalstræti er sérstaklega veik fyrir, er að skilja af skýrslunni. „Öll sýningin er neðanjarðar og ljóst að þó svo lítið flóð kæmi væri Landnámssýningin með fyrstu stöðum að fara undir vatn. [...] Ef grunnvatn hækkar mikið getur flætt inn í húsnæðið innan frá. Á sýningunni er að finna mikið af ómetanlegum fornmunum, en flestum væri þó hægt að bjarga með auðveldum hætti ef það færi að flæða. Engin viðbragðsáætlun er til við flóði. Óvíst er hver áhrif flóðs myndu vera fyrir sjálfa rústina,“ segir í skýrslunni. Hægt að spá flóðum langt fram í tímannVeðurfræðilegir atburðir hafa ákveðinn aðdraganda og bæði þarf að vera stórstraumsflóð og djúp lægð að ganga yfir landið. Sjávarföll er hægt að spá fyrir um langt fram í tímann og einnig er vel fylgst með veðri við Ísland, svo viðunandi viðbragðstími vegna flóða af veðurfræðilegum uppruna ætti ekki að vera vandkvæðum háður. Þegar spáð er fyrir um djúpa lægð og stórstreymi sér Veðurstofa Íslands um að gefa út sjávarflóðaviðvörun samhliða almennri veðurspá. Almannavarnir vinna úr þessum upplýsingum frá Veðurstofunni og gera viðeigandi ráðstafanir. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ómetanleg listaverk, skjöl, fornmunir og annar safnkostur er geymdur á því svæði í miðborg Reykjavíkur þar sem hættast er við skemmdum við stórt sjávarflóð. Þar á meðal eru 3.000 listaverk í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og fornmunir sem eru hluti af Landnámssýningunni 871±2 í Aðalstræti. Þetta kemur fram í skýrslu um flóðavarnir fyrir Kvosina sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingar Íslands og ýmis fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta í Reykjavík. Þekkt er að í Kvosinni í Reykjavík og á svæðinu sunnan Tjarnarinnar er sérstaklega hætt við flóðum vegna landfræðilegra aðstæðna. Á þessu svæði eru margar mikilvægar byggingar, svo sem Alþingishúsið, Ráðhúsið, Stjórnarráðið, Seðlabankinn og Norræna húsið. Skemmdir á innviðum, aðallega rafkerfum, og vatnsskemmdir á þeim 140 byggingum og innanstokksmunum þeirra sem flóðið gæti náð til yrðu tilfinnanlegar – 300 til þúsund milljónir. Hins vegar er verðmæti sem ekki verða endurheimt víða að finna; listaverk, antíkmuni, fornmuni og skjalasöfn sem ekki eru til afrit af. Lausleg athugun skýrsluhöfunda leiddi til dæmis í ljós að í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur er geymdur langstærsti hluti 30 ára réttarsögu dómstólsins, og ekki er til afrit af megninu af skjalasafninu. Í kjallara Seðlabankans eru geymdar höggmyndir og í húsi Tollstjóra við Tryggvagötu ýmis skjöl, en verðmæti þeirra hefur ekki verið metið. Um 3.000 listaverk eru í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, einnig við Tryggvagötu. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að þau listaverk sem geymd eru á jarðhæð Hafnarhússins séu verk eftir Erró, og samtímaverk. Þar eru ekki geymd verk gömlu meistaranna eins og Jóhannesar Kjarval, Ásmundar Sveinssonar og fleiri. Verk þeirra eru öll annars staðar í geymslum Listasafnsins. „Það hafa verið gerðar ráðstafanir til að gera geymslur í Hafnarhúsinu vatnsþéttar en fari miðborgin undir vatn þá munu þær ekki halda frekar en aðrar á þessu svæði,“ segir Ólöf og bætir við að alltaf sé tækifæri til að flytja safnkostinn á öruggan stað.Mörg þeirra verka sem eru í geymslum Hafnarhússins eru eftir Erró auk samtímaverka. fréttablaðið/antonNiðurstöður skýrslunnar séu hins vegar umhugsunarefni þó að viðbragðsáætlanir séu til í safninu fyrir margs konar aðstæður sem komið geta upp. Skýrslan er nú til skoðunar hjá yfirvöldum í Reykjavík og Ólöf býst fastlega við að borgaryfirvöld bregðist við og það nái til listasafnsins sem annarra stofnana á vegum borgarinnar. Landnámssýningin í Aðalstræti er sérstaklega veik fyrir, er að skilja af skýrslunni. „Öll sýningin er neðanjarðar og ljóst að þó svo lítið flóð kæmi væri Landnámssýningin með fyrstu stöðum að fara undir vatn. [...] Ef grunnvatn hækkar mikið getur flætt inn í húsnæðið innan frá. Á sýningunni er að finna mikið af ómetanlegum fornmunum, en flestum væri þó hægt að bjarga með auðveldum hætti ef það færi að flæða. Engin viðbragðsáætlun er til við flóði. Óvíst er hver áhrif flóðs myndu vera fyrir sjálfa rústina,“ segir í skýrslunni. Hægt að spá flóðum langt fram í tímannVeðurfræðilegir atburðir hafa ákveðinn aðdraganda og bæði þarf að vera stórstraumsflóð og djúp lægð að ganga yfir landið. Sjávarföll er hægt að spá fyrir um langt fram í tímann og einnig er vel fylgst með veðri við Ísland, svo viðunandi viðbragðstími vegna flóða af veðurfræðilegum uppruna ætti ekki að vera vandkvæðum háður. Þegar spáð er fyrir um djúpa lægð og stórstreymi sér Veðurstofa Íslands um að gefa út sjávarflóðaviðvörun samhliða almennri veðurspá. Almannavarnir vinna úr þessum upplýsingum frá Veðurstofunni og gera viðeigandi ráðstafanir.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira