Hraðvirkustu almenningssamgöngurnar Jón Karl Ólafsson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Það er hverju landi nauðsynlegt að búa yfir góðu og öruggu samgöngukerfi sem tengir landshlutana saman. Það er sérstaklega mikilvægt í harðbýlu landi eins og Íslandi, þar sem fjarlægðir geta oft verið miklar. Það hvernig samgöngunum er háttað er pólitísk ákvörðun, hvort fólk ferðist um á eigin vegum eða hvort stjórnvöld komi að uppbyggingu og rekstri kerfis almenningssamgangna. Engum blöðum er um það að fletta að flug er hraðvirkasta og skilvirkasta almenningssamgangnakerfið. Sé það vilji ráðamanna, og þjóðarinnar, að halda uppi góðum almenningssamgöngum um landið er því einboðið að byggja innanlandsflugið upp. Þar kemur Isavia að málum sem rekstraraðili flugvalla. Isavia hefur markvisst unnið að því undanfarin ár að markaðssetja Ísland sem áfangastað í alþjóðlegum flugleiðum. Það hefur skilað sér í mikilli aukningu umferðar um Keflavíkurflugvöll, en það eflir einnig innanlandsflugvellina. Sú ánægjulega staða er nú komin upp að um tvo þeirra, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll, verður alþjóðleg umferð flugvéla á næsta ári. Einnig hefur ríkisstjórnin sett á laggirnar sérstakan sjóð sem hefur það markmið að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Isavia fagnar því og hlakkar til að vinna með heimamönnum að því að efla millilandaflug um þessa tvo flugvelli. Vinna þarf að markaðsmálum, bæði heima en ekki síst erlendis, svo þetta verði lífvænlegir millilandaflugvellir á næstu árum. Með markvissu starfi og samvinnu ferðaþjónustunnar gætu flugvellirnir tveir sinnt margfalt fleiri farþegum á hverju ári. Í þessari vinnu má ekki gleyma mikilvægi flugsamgangna innanlands því þær eru grundvöllur fyrir því að flugvellirnir geti vaxið áfram. Hagsmunir Isavia, sem rekstraraðila flugvalla, fara saman við hagsmuni ferðaþjónustunnar. Við þurfum að vinna saman að því að byggja upp góða aðstöðu, svo hægt sé að fjölga farþegum, bæði í innanlandsflugi og alþjóðaflugi. Bæði Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllur geta tekið við miklum fjölda farþega á ári óbreyttir. Efling innanlandsflugvalla og innanlandsflugsins almennt er því öllum í hag. Sé það vilji okkar að flug verði áfram hluti af almenningssamgöngukerfi landsins þurfum við að taka höndum saman og byggja upp til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Það er hverju landi nauðsynlegt að búa yfir góðu og öruggu samgöngukerfi sem tengir landshlutana saman. Það er sérstaklega mikilvægt í harðbýlu landi eins og Íslandi, þar sem fjarlægðir geta oft verið miklar. Það hvernig samgöngunum er háttað er pólitísk ákvörðun, hvort fólk ferðist um á eigin vegum eða hvort stjórnvöld komi að uppbyggingu og rekstri kerfis almenningssamgangna. Engum blöðum er um það að fletta að flug er hraðvirkasta og skilvirkasta almenningssamgangnakerfið. Sé það vilji ráðamanna, og þjóðarinnar, að halda uppi góðum almenningssamgöngum um landið er því einboðið að byggja innanlandsflugið upp. Þar kemur Isavia að málum sem rekstraraðili flugvalla. Isavia hefur markvisst unnið að því undanfarin ár að markaðssetja Ísland sem áfangastað í alþjóðlegum flugleiðum. Það hefur skilað sér í mikilli aukningu umferðar um Keflavíkurflugvöll, en það eflir einnig innanlandsflugvellina. Sú ánægjulega staða er nú komin upp að um tvo þeirra, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll, verður alþjóðleg umferð flugvéla á næsta ári. Einnig hefur ríkisstjórnin sett á laggirnar sérstakan sjóð sem hefur það markmið að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Isavia fagnar því og hlakkar til að vinna með heimamönnum að því að efla millilandaflug um þessa tvo flugvelli. Vinna þarf að markaðsmálum, bæði heima en ekki síst erlendis, svo þetta verði lífvænlegir millilandaflugvellir á næstu árum. Með markvissu starfi og samvinnu ferðaþjónustunnar gætu flugvellirnir tveir sinnt margfalt fleiri farþegum á hverju ári. Í þessari vinnu má ekki gleyma mikilvægi flugsamgangna innanlands því þær eru grundvöllur fyrir því að flugvellirnir geti vaxið áfram. Hagsmunir Isavia, sem rekstraraðila flugvalla, fara saman við hagsmuni ferðaþjónustunnar. Við þurfum að vinna saman að því að byggja upp góða aðstöðu, svo hægt sé að fjölga farþegum, bæði í innanlandsflugi og alþjóðaflugi. Bæði Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllur geta tekið við miklum fjölda farþega á ári óbreyttir. Efling innanlandsflugvalla og innanlandsflugsins almennt er því öllum í hag. Sé það vilji okkar að flug verði áfram hluti af almenningssamgöngukerfi landsins þurfum við að taka höndum saman og byggja upp til framtíðar.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar