Fæðingin tók um tíu ár Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2015 14:44 Andrea er hér ásamt ljósmyndaranum Aldísi Pálsdóttur en Andrea hefur unnið að bókinni síðastliðin tíu ár og sér nú fyrir endann á verkefninu. Vísir/GVA „Þetta er búin að vera heillöng fæðing,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir um bókina Bókin okkar, sem fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. „Ég fékk hugmyndina fyrir tíu árum þegar ég var ófrísk af fyrstu stelpunni minni og byrjaði hægt og rólega að skrifa og svo vatt þetta svolítið upp á sig,“ segir hún glöð í bragði en bókin er hugsuð sem uppflettirit fyrir verðandi foreldra og er ríkulega myndskreytt með myndum eftir ljósmyndarann Aldísi Pálsdóttur. Andrea hafði þó unnið að bókinni í rúm tvö ár áður en hún fékk ljósmyndarann í lið með sér. Hugmyndin kviknaði líkt og áður sagði þegar Andrea var sjálf ófrísk og fannst vanta íslenskt efni. „Maður er með stanslausar spurningar í kollinum. Ég hafði samband við ljósmóðurina mína, Hafdísi Rúnarsdóttur, sem er í dag góð vinkona mín og hún sá um allt sem er fræðilegt í bókinni.“ Einnig eru í bókinni reynslusögur frá íslenskum foreldrum. Í bókinni er jafnframt lögð talsverð áhersla á sængurlegukaflann. „Það er svolítið svona hjartans mál Hafdísar. Hún leggur áherslu á að konur fái stuðning og þann tíma sem þær þurfa í sængurlegunni en á þeim tíma er oft aukin hætta á fæðingarþunglyndi og þarf að hlúa vel að þeim.“ Hún segir vissulega að þetta tíu ára ferli hafi verið lengra en hún hélt að það yrði í upphafi og vissulega hafi komið tímar þar sem hún var við það að missa móðinn. „Núna er ég alveg svakalega spennt, alveg eins og ég var fyrir svona átta, níu árum, og sé fyrir endann á þessu.“ Nú safnar Andrea fyrir útgáfu bókarinnar inni á vefsíðunni Karolinafund en hún mun þó aðeins koma út í litlu upplagi hér heima og er stefnan sett á Kínamarkað og sér Andrea fyrir sér að uppfæra bókina með árunum. „Þetta er einn af þeim hlutum sem renna aldrei út, fólk hættir aldrei að eignast börn.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er búin að vera heillöng fæðing,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir um bókina Bókin okkar, sem fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. „Ég fékk hugmyndina fyrir tíu árum þegar ég var ófrísk af fyrstu stelpunni minni og byrjaði hægt og rólega að skrifa og svo vatt þetta svolítið upp á sig,“ segir hún glöð í bragði en bókin er hugsuð sem uppflettirit fyrir verðandi foreldra og er ríkulega myndskreytt með myndum eftir ljósmyndarann Aldísi Pálsdóttur. Andrea hafði þó unnið að bókinni í rúm tvö ár áður en hún fékk ljósmyndarann í lið með sér. Hugmyndin kviknaði líkt og áður sagði þegar Andrea var sjálf ófrísk og fannst vanta íslenskt efni. „Maður er með stanslausar spurningar í kollinum. Ég hafði samband við ljósmóðurina mína, Hafdísi Rúnarsdóttur, sem er í dag góð vinkona mín og hún sá um allt sem er fræðilegt í bókinni.“ Einnig eru í bókinni reynslusögur frá íslenskum foreldrum. Í bókinni er jafnframt lögð talsverð áhersla á sængurlegukaflann. „Það er svolítið svona hjartans mál Hafdísar. Hún leggur áherslu á að konur fái stuðning og þann tíma sem þær þurfa í sængurlegunni en á þeim tíma er oft aukin hætta á fæðingarþunglyndi og þarf að hlúa vel að þeim.“ Hún segir vissulega að þetta tíu ára ferli hafi verið lengra en hún hélt að það yrði í upphafi og vissulega hafi komið tímar þar sem hún var við það að missa móðinn. „Núna er ég alveg svakalega spennt, alveg eins og ég var fyrir svona átta, níu árum, og sé fyrir endann á þessu.“ Nú safnar Andrea fyrir útgáfu bókarinnar inni á vefsíðunni Karolinafund en hún mun þó aðeins koma út í litlu upplagi hér heima og er stefnan sett á Kínamarkað og sér Andrea fyrir sér að uppfæra bókina með árunum. „Þetta er einn af þeim hlutum sem renna aldrei út, fólk hættir aldrei að eignast börn.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið