Handbolti

Ólafur snýr aftur til Svíþjóðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur í leik með Kristianstad.
Ólafur í leik með Kristianstad. Mynd/Heimasíða Kristianstad
Ólafur Guðmundsson er á leiðinni aftur í sænsku úrvalsdeildina og mun spila með sínu gamla liði, IFK Kristianstad, út tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Ólafur hefur verið á mála hjá Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann hefur aðeins skorað fjögur mörk á tímabilinu til þessa í alls tíu leikjum.

Hann var í stærra hlutverki hjá liðinu á síðustu leiktíð eftir að hafa slegið í gegn með Kristianstad árið áður. Hann var áður á mála hjá dönsku liðinum AG Kaupmannahöfn og Nordsjælland en er uppalinn hjá FH.

„Mér gekk mjög vel í Kristianstad síðast og ég vona að ég fái með þessu að spila meira sem var mín mesta áskorun hjá Hannover. Ég hlakka til að spila aftur fyrir IFK og vona að mér takist að leggja mitt af mörkum,“ var haft eftir Ólafi á heimasíðu Kristianstad.

Samningur Ólafs við Hannover-Burgdord átti að renna út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×