Fótbolti

Uppfært: Real boðar til blaðamannafundar í kvöld | Benitez fær stuðning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Florentino Perez, forseti Real Madrid.
Florentino Perez, forseti Real Madrid. Vísir/Getty
Real Madrid hefur boðað til blaðamannafundar í kvöld þar sem Florentino Perez, forseti félagsins, mun sitja fyrir svörum.

Real tapaði fyrir Barcelona, 4-0, um helgina og hefur verið sterkur orðrómur þess efnis að dagar Rafael Benitez hjá félaginu séu taldir. Boðað hefur verið til fundarins klukkan 18.30 að íslenskum tíma.

Sjá einnig: Zidane: Ég er ekki tilbúinn

Real tapaði einnig fyrir Sevilla áður en hlé var gert á spænsku úrvalsdeildarinnar vegna landsleikjanna um miðjan mánuðinn og er liðið því nú sex stigum á eftir Barcelona á toppi deildarinnar. Atletico er nú í öðru sætinu eftir sigur á Real Betis á sunnudag.

Stjórn Real Madrid mun funda í dag og verður blaðamannafundurinn haldinn að því loknu.

Uppfært 13.30: Sky Sports fullyrðir á vef sínum að Perez muni á fundinum í kvöld lýsa yfir stuðningi við Rafael Benitez, knattspyrnustjóra Real Madrid.


Tengdar fréttir

Zidane: Ég er ekki tilbúinn

Þrálátur orðrómur hefur verið á sveimi um að dagar Rafa Benitez hjá Real Madrid eru taldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×