Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2015 12:00 Ólafur Ragnar hefur sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Vísir/Anton Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“ Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“
Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08