Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2015 11:08 Höskuldur Kári Schram fréttamaður skoðar vegsummerki á Ýmishúsinu. visir/gva Skemmdarverk voru unnin á Ýmishúsinu í gærkvöldi. Þegar Ahmad Seddeeq og hans fólk komu að húsinu í morgun gat ekki farið fram hjá þeim að málað hafði verið merki á veggi, glugga og þak hússins sem hýsir starfsemi Menningarmiðstöðvar múslima. Að sögn Seddeeq imans menningarsetursins var málið umsvifalaust kært til lögreglu og mætti hún til að skoða spjöllin. Seddeeq tengir atvikið við vaxandi hatursáróður gegn múslimum sem hann segist nú finna fyrir: „Ég hef fundið fyrir auknum fordómum í garð múslima í kjölfar árasanna í París,“ segir Seddeeq og telur hann líklegra að um sé að ræða hatursáróður fremur en að hér hafi verið um hefðbundin skemmdarverk veggjakrotara. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki búið að færa atvikið á málaskrá nú í morgun. Ljósmyndari Vísis, Gunnar V. Andrésson fór einnig á vettvang og tók myndir af skemmdarverkunum. Eftir því sem næst verður komist er merkið sem málað var á veggi og þak hússins „Hið alsjáandi auga“. Merking þess er margþætt en í poppmenningu hefur merkið gjarnan verið tengt við Illuminati eða Þá hina upplýstu.Samkvæmt Wikipedia er táknið yfirleitt notað sem merki um tilvist Guðs sem fylgist með gjörðum mannkynsins og þá aðallega inni í þríhyrningi sem talið er að tákni heilaga þrenningu.Stöð 2 fjallar ítarlega um málið í kvöldfréttum sínum í kvöld og verður þar meðal annars rætt við Ahmad Seddeeq iman Menningarsetursins.visir/gva Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á Ýmishúsinu í gærkvöldi. Þegar Ahmad Seddeeq og hans fólk komu að húsinu í morgun gat ekki farið fram hjá þeim að málað hafði verið merki á veggi, glugga og þak hússins sem hýsir starfsemi Menningarmiðstöðvar múslima. Að sögn Seddeeq imans menningarsetursins var málið umsvifalaust kært til lögreglu og mætti hún til að skoða spjöllin. Seddeeq tengir atvikið við vaxandi hatursáróður gegn múslimum sem hann segist nú finna fyrir: „Ég hef fundið fyrir auknum fordómum í garð múslima í kjölfar árasanna í París,“ segir Seddeeq og telur hann líklegra að um sé að ræða hatursáróður fremur en að hér hafi verið um hefðbundin skemmdarverk veggjakrotara. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki búið að færa atvikið á málaskrá nú í morgun. Ljósmyndari Vísis, Gunnar V. Andrésson fór einnig á vettvang og tók myndir af skemmdarverkunum. Eftir því sem næst verður komist er merkið sem málað var á veggi og þak hússins „Hið alsjáandi auga“. Merking þess er margþætt en í poppmenningu hefur merkið gjarnan verið tengt við Illuminati eða Þá hina upplýstu.Samkvæmt Wikipedia er táknið yfirleitt notað sem merki um tilvist Guðs sem fylgist með gjörðum mannkynsins og þá aðallega inni í þríhyrningi sem talið er að tákni heilaga þrenningu.Stöð 2 fjallar ítarlega um málið í kvöldfréttum sínum í kvöld og verður þar meðal annars rætt við Ahmad Seddeeq iman Menningarsetursins.visir/gva
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira